Fyrsti laxinn á land í gær og það í Þjórsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2017 10:30 Stefán með 10 punda hrygnuna sem hann veiddi í gær Laxveiðisumarið 2017 er líklega formlega hafið með tilkynningu þess efnis að fyrsti laxinn sem veiðist á stöng í sumar er kominn á land. Það er óhætt að segja að þessi lax veiðist á ótrúlegum stað, að minnsta kosti áttu líklega ekki margir von á að fá fréttir af laxi á stöng við Urriðafoss í Þjórsá. Það er engu að síður svo að Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters var bara búinn að taka nokkur köst þegar laxinn reif í maðkinn hjá honum og ´land kom 10 punda hrygna. Iceland Outfitters voru að ganga frá samningi við bændur við Urriðafoss vegna stangveiði á þessu svæði og nú er hægt að nálgast leyfi inná www.veidileyfi.com og á skrifstofu Iceland Outfitters. "Fossinn iðaði af lífi í gær og þessar 20 mínútur sem ég stoppaði í gær sá ég nokkra laxa stökkva" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. Urriðafoss opnar formlega í dag fyrir veiði og það má alveg reikna með því að veiðin geti orðið mjög góð en í Þjórsá gengur mikið af laxi en það hefur ekki borist Veiðivísi til eyrna að það hafi verið veitt mikið á stöng þarna áður þó svo að áin henti ekkert illa til þess. Þetta er vissulega jökulvatn en það veiðist vel á stöng í Hvítá og Skjálfanda og Þjórsá í besta skapi er ekkert meira lituð en þær. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði
Laxveiðisumarið 2017 er líklega formlega hafið með tilkynningu þess efnis að fyrsti laxinn sem veiðist á stöng í sumar er kominn á land. Það er óhætt að segja að þessi lax veiðist á ótrúlegum stað, að minnsta kosti áttu líklega ekki margir von á að fá fréttir af laxi á stöng við Urriðafoss í Þjórsá. Það er engu að síður svo að Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters var bara búinn að taka nokkur köst þegar laxinn reif í maðkinn hjá honum og ´land kom 10 punda hrygna. Iceland Outfitters voru að ganga frá samningi við bændur við Urriðafoss vegna stangveiði á þessu svæði og nú er hægt að nálgast leyfi inná www.veidileyfi.com og á skrifstofu Iceland Outfitters. "Fossinn iðaði af lífi í gær og þessar 20 mínútur sem ég stoppaði í gær sá ég nokkra laxa stökkva" sagði Stefán í samtali við Veiðivísi. Urriðafoss opnar formlega í dag fyrir veiði og það má alveg reikna með því að veiðin geti orðið mjög góð en í Þjórsá gengur mikið af laxi en það hefur ekki borist Veiðivísi til eyrna að það hafi verið veitt mikið á stöng þarna áður þó svo að áin henti ekkert illa til þess. Þetta er vissulega jökulvatn en það veiðist vel á stöng í Hvítá og Skjálfanda og Þjórsá í besta skapi er ekkert meira lituð en þær.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Góður gangur í Norðurá Veiði Þverá og Kjarrá á toppnum með 295 laxa Veiði Murtan mokveiðist í Þingvallavatni Veiði Norðurá - hámarkstalan liggur fyrir Veiði Forúthlutun hafin hjá SVFR Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði 126 laxa holl í Langá á Mýrum Veiði Dunká betri en í fyrra - Veiði lokið Straumunum Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði