Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem fengið hefur lof fyrir túlkun sína á Elly, er bæði tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki og söngvari ársins. Þá er sýningin einnig tilnefnd fyrir leikkonu í aukahlutverki, leikara í aukahlutverki, leikmynd, búninga og hljóðmynd. Tilefningar voru tilkynntar í Þjóðleikhúskjallaranum í dag en Sviðslistasamband Íslands stendur þeim að baki.
Fjöldi ógleymanlegra verka voru sett á stokk þetta leikárið og má sjá afraksturs erfiðisins í tilnefningunum. Uppfærslur Þjóðleikhússins á Húsinu eftir Guðmund Steinsson og uppsetning Íslensku óperunnar á Évgení og Onegin eftir Tsjaíkovskíj hlutu sex tilnefningar. Leikritin Brot úr hjónabandi, Tímaþjófurinn, Blái hnötturinn, Sóley Rós ræstitæknir og Da Da Dans hljóta fimm tilnefningar.
Tilnefnt er í 19 flokkum og hægt er að skoða tilnefningarnar hér fyrir neðan.
Listi yfir tilnefningar Grímunnar 2017
Sýning ársins 2017Brot úr hjónabandi eftir Ingmar Bergman í þýðingu Þórdísar Gísladóttur Sviðsetning - Borgarleikhúsið
Elly eftir Ólaf Egil Egilsson og Gísla Örn Garðarsson í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Évgení Onegin eftir Pjotr Tchaikovsky í leikgerð Anthony Pilavachi hljómsveitarstjóri Benjamin Levy Sviðsetning – Íslenska óperan
Fórn – No Tomorrow eftir Margréti Bjarnadóttur og Ragnar Kjartansson í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Sóley Rós ræstitæknir eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Leikrit ársins 2017
Húsið eftir Guðmund Steinsson í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Sending eftir Bjarna Jónsson í sviðsetningu Borgarleikhússins
Sóley Rós ræstitæknir eftir Maríu Reyndal og Sólveigu Guðmundsdóttur í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur í leikgerð Melkorku Teklu Ólafsdóttur Sviðsetning – Þjóðleikhúsið
Ævisaga einhvers eftir Kriðpleir og Bjarna Jónsson í sviðsetningu Kriðpleirs
Leikstjóri ársins 2017
Gréta Kristín Ómarsdóttir Stertabenda í sviðsetningu Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Þjóðleikhússins
María Reyndal Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Ólafur Egill Egilsson Brot úr hjónabandi í sviðsetningu Borgarleikhússins
Una Þorleifsdóttir Gott fólk í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Una Þorleifsdóttir Tímaþjófurinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikari ársins í aðalhlutverki 2017
Björn Thors Brot úr hjónabandi í sviðsetningu Borgarleikhússins
Guðjón Davíð Karlsson Húsið í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Sigurður Sigurjónsson Maður sem heitir Ove í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Stefán Hallur Stefánsson Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti í sviðsetningu ST/unu og Þjóðleikhússins
Stefán Hallur Stefánsson Gott fólk í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikari ársins í aukahlutverki 2017
Arnmundur Ernst Backman Djöflaeyjan í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Björgvin Franz Gíslason Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Björn Hlynur Haraldsson Óþelló í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Davíð Þór Katrínarson Ræman í sviðsetningu Borgarleikhússins
Sveinn Ólafur Gunnarsson Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Leikkona ársins í aðalhlutverki 2017
Hera Hilmarsdóttir Andaðu í sviðsetningu Leikfélagsins fljúgandi fiska
Katrín Halldóra Sigurðardóttir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins
Sólveig Guðmundsdóttir Sóley Rós ræstitæknir í sviðsetningu Kvenfélagsins Garps
Unnur Ösp Stefánsdóttir Brot úr hjónabandi í sviðsetningu Borgarleikhússins
Vigdís Hrefna Pálsdóttir Húsið Í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikkona ársins í aukahlutverki
Birgitta Birgisdóttir Húsið í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Halldóra Geirharðsdóttir Salka Valka í sviðsetningu Borgarleikhússins
Katla Margrét Þorgeirsdóttir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Kristbjörg Kjeld Húsið í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Snæfríður Ingvarsdóttir Djöflaeyjan í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Leikmynd ársins 2017
Börkur Jónsson Álfahöllin í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Börkur Jónsson Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Eva Signý Berger Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Gretar Reynisson Sending í sviðsetningu Borgarleikhússins
Ilmur Stefánsdóttir Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins
Búningar ársins 2017
Eva Signý Berger Tímaþjófurinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Filippía I. Elísdóttir Húsið í sviðsetningu Þjóðleikhússins
María Th. Ólafsdóttir Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Stefanía Adolfsdóttir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Þórdís Erla Zoega Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Lýsing ársins 2017
Björn Bergsteinn Guðmundsson Fórn - Shrine í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Halldór Örn Óskarsson Óþelló í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Kjartan Darri Kristjánsson Þórbergur í sviðsetningu Edda Productions
Ólafur Ágúst Stefánsson Horft frá brúnni í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Þórður Orri Pétursson Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins
Tónlist ársins
Barði Jóhannsson Brot úr hjónabandi í sviðsetningu Borgarleikhússins
Bryce Dessner Fórn - No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Jónas Sen FUBAR í sviðsetningu Níelsdætra
Kristjana Stefánsdóttir Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins
Memfismafían Djöflaeyjan í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Hljóðmynd ársins 2017
Baldvin Þór Magnússon Shades of History í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival
Garðar Borgþórsson Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Kristinn Gauti Einarsson Tímaþjófurinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Sveinbjörn Thorarensen Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Valdimar Jóhannsson Fórn - Shrine í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Söngvari ársins 2017
Andrey Zhilikhovsky Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Arnmundur Ernst Backman Djöflaeyjan í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Auður Gunnarsdóttir Mannsröddin - La voix humaine í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Elmar Gilbertsson Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Katrín Halldóra Sigurðardóttir Elly í sviðsetningu Borgarleikhússins og Vesturports
Þóra Einarsdóttir Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar
Dans- og sviðshreyfingar ársins 2017
Aðalbjörg Árnadóttir og Ylfa Ösp Áskelsdóttir Þær spila blak Hallelúja í sviðsetningu Dúósins Díó
Agnes Wild Á eigin fótum í sviðsetningu Miðnættis og Lost Watch Theatre Company
Brogan Davison STRIPP í sviðsetningu Dance For Me og Olgu Sonju Thorarensen
Chantelle Carey Blái hnötturinn í sviðsetningu Borgarleikhússins
Sveinbjörg Þórhallsdóttir Tímaþjófurinn í sviðsetningu Þjóðleikhússins
Barnasýning ársins 2017
Á eigin fótum eftir Miðnætti og Lost Watch Theatre Company í sviðsetningu Miðnættis og Lost Watch Theatre Company
Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason í leikgerð Bergs Þórs Ingólfssonar Sviðsetning - Borgarleikhúsið
Fjaðrafok eftir Tinnu Grétarsdóttur og Chantal McCormick í sviðsetningu Bíbí & Blaka og Fidget Feet
Íslenski fíllinn eftir Bernd Ogrodnik og Hildi M. Jónsdóttur í sviðsetningu Brúðuheima og Þjóðleikhússins
Jólaflækja eftir Berg Þór Ingólfsson í sviðsetningu Borgarleikhússins
Dansari ársins 2017
Ásgeir Helgi Magnússon Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Elín Signý W. Ragnarsdóttir Fórn - Shrine í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Katrín Gunnarsdóttir Shades of History Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival
Sigríður Soffía Níelsdóttir FUBAR í sviðsetningu Níelsdætra
Védís Kjartansdóttir Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Danshöfundur ársins 2017
Inga Huld Hákonardóttir og Rósa Ómarsdóttir Da Da Dans í sviðsetningu Íslenska dansflokksins
Katrín Gunnarsdóttir Shades of History Í sviðsetningu Katrínar Gunnarsdóttur, Tjarnarbíós og Reykjavík Dance Festival
Margrét Bjarnadóttir og Ragnar Kjartansson Fórn - No Tomorrow Í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins
Útvarpsverk ársins 2017
Eftir ljós eftir Sölku Guðmundsdóttur Leikstjórn Gréta Kristín Ómarsdóttir Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins - RÚV
Lifun eftir Jón Atla Jónasson Leikstjórn Stefán Hallur Stefánsson Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins - RÚV
Mannasiðir eftir Maríu Reyndal Leikstjórn María Reyndal Í sviðsetningu Útvarpsleikhússins - RÚV
Sproti ársins 2017
Dúó Díó Fyrir Þær spila blak Hallelúja
Gréta Kristín Ómarsdóttir
Gígja jónsdóttir og Guðrún Selma Sigurjónsdóttir fyrir A guide to the perfect human
Ratatam
Sómi þjóðar