Tíðrætt um traust Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 2. júní 2017 07:00 "Mér sýnist á öllu að gamla Ísland vinni, jibbý,“ sagði Birgitta Jónsdóttir áður en hún gekk úr pontu. Í bakgrunni sést ráðherra dómsmála, Sigríður Á. Andersen, með óræðan svip. vísir/ernir Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Aðeins eitt mál lá fyrir sjö tíma löngum þingfundi í gær, degi eftir að þingfrestun var áætluð. Þingmönnum var heitt í hamsi og blótsyrði voru látin falla í pontu vegna ákvörðunar Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um að hræra í lista dómnefndar yfir umsækjendur um embætti dómara við Landsrétt, og skipta fjórum af þeim fimmtán hæfustu út fyrir aðra fjóra umsækjendur. Fyrir lá að tveir þingmenn yrðu fjarverandi við atkvæðagreiðsluna, þau Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Brynjar er eiginmaður Arnfríðar Einarsdóttur sem færð var upp á lista Sigríðar en Svandís fyrrverandi eiginkona Ástráðs Haraldssonar, sem færður var niður í sömu andrá. Umræður í þingsal snerust að megninu til um rökstuðning ráðherra, eða skort á rökstuðningi hans, í málinu. Reifuð voru jafnréttissjónarmið, því með ákvörðun Sigríðar verða kvendómarar sjö talsins og karldómarar átta. Þá tókust á sjónarmið um hvort Sigríður hefði lagalega heimild til að gera þær breytingar sem hún gerði, ítarlega var farið yfir þá bótaábyrgð sem hún gæti með ákvörðuninni skapað ríkinu og hvaða áhrif ákvörðunin hefði á virðingu og traust Alþingis og hins nýja Landsréttar. Eins og áður segir stóð til að fresta þingi á miðvikudag og voru þingmenn margir hverjir komnir í sumarstellingar. Það voru því átta varaþingmenn sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni þar sem útlit var fyrir að svo mjótt yrði á munum að ekki mætti taka neina áhættu með mætingu þingmanna í þingsal. Að endingu varð niðurstaðan sú að alls ekki var mjótt á munum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að stjórnarandstaðan hafi, ekki mjög löngu fyrir atkvæðagreiðslu, reynt að stilla saman strengi um hvernig kjósa bæri í málinu. Niðurstaðan varð þó sú að þingflokkur Framsóknar sat hjá í málinu en Vinstri græn, Píratar og Samfylking kusu gegn tillögu dómsmálaráðherra. Atkvæði fóru því svo að 31 þingmaður stjórnarliðsins kaus með tillögu Sigríðar, 22 greiddu gegn henni og 8 sátu hjá. Skipt um skoðun Meðal raka Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra fyrir því að hræra í niðurstöðu nefndarinnar var að reynsla af dómarastörfum hefði haft minna vægi en efni stóðu til. Af þeim sem voru skipaðir dómarar eru átta sem starfa við dómstóla landsins, sex héraðsdómarar, settur hæstaréttardómari og dómstjóri. Í ræðu á Alþingi, þann 7. febrúar síðastliðinn, sagði Sigríður meðal annars um skipan landsréttardómara: „Það er mjög mikilvægt að til starfa þar veljist fólk með ólíkan bakgrunn úr heimi lögfræðinnar, ekki bara núverandi embættisdómarar eða menn sem hafa sinnt dómstörfum heldur líka alls kyns öðrum lögfræðistörfum.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00 Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður spyr hvort vinatengsl hafi ráðið för við skipan dómaranna "Breyting ráðherra á niðurstöðu dómnefndar er því öðrum þræði á skjön við eigin rökstuðning. Það leiðir hugann að því að önnur og ef til vill ólögmæt sjónarmið hafi ráðið mati ráðherra á hæfi umsækjenda,“ segir í bréfi Jóns Höskuldssonar héraðsdómara til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 2. júní 2017 07:00
Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. 1. júní 2017 18:30
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent