Rafmagnsbíllinn Nio á nú metið á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 6. júní 2017 10:00 Nio EP9 á Nürburgring brautinni. Þó falla ótt og títt metin á Nürburgring brautinni þýsku. Ekki er langt síðan að Lamborghini Huracán náði brautarmetinu af Porsche 918 Spyder, en nú hefur það enn verið slegið og það af rafmagnsbíl. Það var hinn rafdrifni Nio EP9 sem náði að hringa brautina á 6 mínútum og 45,9 sekúndum. Með því bætti Nio bíllinn metið á meðal rafmagnsbíla um heilar 19,22 sekúndur, en í leiðinni setti hann met á meðal allra þeirra bíla sem teljast fjöldaframleiddir og standa almenningi til boða. Það er þó ekki mikil fjöldaframleiðsla á Nio EP9, en framleiddir hafa verið alls sex Nio EP9 bílar og til stendur að framlieða 10 í viðbót. Þar fara ekki ódýrir bílar því eintakið selst á 1,48 milljónir dollara, eða 154 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur 1.341 hestafla bíl með fjóra öfluga rafmótora. Þetta afl dugar til að koma bílnum í 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í 200 á 7,1 sekúndu. Hámarkshraðinn er 312 km/klst. Ytra byrði bílsins er sérstaklega hannað til að tryggja mikinn niðurþrýsting og bíllinn er hreinlega límdur á götuna. Stilla má afturvæng hans í þessum tilgangi á ferð. Svo límdur er hann á veginn að ökumaður hans verður að þola allt að 2,53 g þrýsting í beygju á 230 km hraða. Nio EP9 á annað athyglivert brautarmet því hann náði að fara Circuit of the Americas (COTA) með sjálfakandi hætti á 2 mínútum og 40,33 sekúndum. Nio fyrirtækið ætlar á næstunni að kynna nýjan bíl, ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann og víst er að hann þarf að vera miklu mun ódýrari en Nio EP9 til að standast einhverja samkeppni við Tesla jeppann. Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent
Þó falla ótt og títt metin á Nürburgring brautinni þýsku. Ekki er langt síðan að Lamborghini Huracán náði brautarmetinu af Porsche 918 Spyder, en nú hefur það enn verið slegið og það af rafmagnsbíl. Það var hinn rafdrifni Nio EP9 sem náði að hringa brautina á 6 mínútum og 45,9 sekúndum. Með því bætti Nio bíllinn metið á meðal rafmagnsbíla um heilar 19,22 sekúndur, en í leiðinni setti hann met á meðal allra þeirra bíla sem teljast fjöldaframleiddir og standa almenningi til boða. Það er þó ekki mikil fjöldaframleiðsla á Nio EP9, en framleiddir hafa verið alls sex Nio EP9 bílar og til stendur að framlieða 10 í viðbót. Þar fara ekki ódýrir bílar því eintakið selst á 1,48 milljónir dollara, eða 154 milljónir króna. Fyrir það fá kaupendur 1.341 hestafla bíl með fjóra öfluga rafmótora. Þetta afl dugar til að koma bílnum í 100 km hraða á 2,7 sekúndum og í 200 á 7,1 sekúndu. Hámarkshraðinn er 312 km/klst. Ytra byrði bílsins er sérstaklega hannað til að tryggja mikinn niðurþrýsting og bíllinn er hreinlega límdur á götuna. Stilla má afturvæng hans í þessum tilgangi á ferð. Svo límdur er hann á veginn að ökumaður hans verður að þola allt að 2,53 g þrýsting í beygju á 230 km hraða. Nio EP9 á annað athyglivert brautarmet því hann náði að fara Circuit of the Americas (COTA) með sjálfakandi hætti á 2 mínútum og 40,33 sekúndum. Nio fyrirtækið ætlar á næstunni að kynna nýjan bíl, ES8 sem keppa á við Tesla Model X jeppann og víst er að hann þarf að vera miklu mun ódýrari en Nio EP9 til að standast einhverja samkeppni við Tesla jeppann.
Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent