Fiat Chrysler kært fyrir dísilvélasvindl Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 10:30 Jeep Grand Cherokee. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum. Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Bandarísk yfirvöld hafa ákært Fiat Crysler Automobiles fyrir notkun á hugbúnaði sem felur raunverulega mengun dísilbíla þeirra. Fiat Chrysler neitar öllum ásökunum öndvert við Volkswagen sem viðurkenndi notkun slíks búnaðar. Fiat hefur unnið með Environmental Protection Agency (EPA) og yfirvöldum í Kaliforníu vegna rannsóknar á ætluðum svindlhugbúnaði í 2014-2016 árgerðunum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum, en rannsókn á þeim hefur leitt í ljós svindlhugbúnað í þessum bílum. Við þessar fréttir féllu hlutabréf í Fiat Chrysler um 4,1%. Ákæran nær einnig til dótturfyrirtækis Fiat Chrysler, V.M. Motori SpA, en það fyrirtæki þróaði vélbúnaðinn í þessa bíla. Fiat Chrysler keypti helming hlutabréfa í V.M. Motori SpA árið 2010 og allt hlutafé þess árið 2013. EPA segir að hæsta sekt sem leggja má á fyrir þetta svindl ef satt reynist sé 4,6 milljarðar dollara, eða 460 milljarðar króna. Ákæran nú varðar sölu á 104.000 bílum af Jeep Grand Cherokee og Ram 1500 bílum með dísilvélum. Til samaburðar hefur Volkswagen samþykkt að greiða 25 milljarða dollara vegna dísilvélasvindl þess vegna bíla sem seldir voru í Bandaríkjunum, en það varðaði sölu á 500.000 bílum. Yfirvöld í Þýskalandi hafa einnig ásakað Mercedes Benz fyrir að gefa upp rangar mengunartölur fyrir dísilbíla sína sem seldir voru þar í landi. Það er því ekki bjart yfir dísilbílaframleiðendum víða um heiminn nú og hætt við því að framleiðsla dísilvéla muni svo gott sem leggjast af í fólksbílum á næstu árum.
Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent