Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen á leið til fundar við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í liðinni viku. Þar gerði hún grein fyrir vali sínu. vísir/anton brink Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Tveir umsækjendur, sem metnir voru meðal fimmtán hæfustu umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt en hlutu ekki náð fyrir augum dómsmálaráðherra, íhuga nú réttarstöðu sína. Sá þriðji hefur nú þegar tekið ákvörðun um að stefna ráðherra og íslenska ríkinu til greiðslu miskabóta. Í fyrradag samþykkti Alþingi tillögu Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra um skipan fimmtán dómara í embætti við Landsrétt. Tillagan var umdeild en ráðherrann vék í fjórum tilvikum frá tillögu matsnefndar um hæfni dómara. Jóhannes Rúnar Jóhannesson sést hér lengst til vinstri. VÍSIR/GVA „Sá sem lendir í stöðu eins og þessari og þarf að takast á við stjórnvöld út af því, gerir það ekki að gamni sínu,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson. Hann hefur þegar tekið ákvörðun um að stefna ríkinu vegna málsins en hann telur ráðherra hafa brotið gegn meginreglum stjórnsýsluréttarins og gegn ákvæðum jafnréttislaga. „Það er ekki reynslan almennt að menn komi neitt sérlega vel út úr því. Jafnvel þó menn hafi unnið málin þá hefur svona málarekstur ekki endilega verið þeim til mikils vegsauka. Ég hins vegar lít svo á að mér beri skylda til að standa upp og leita réttar míns í þessu máli og það verður bara að hafa það þó það kunni að hafa einhverjar neikvæðar afleiðingar fyrir mig,“ segir Ástráður. „Hvað mig varðar þá er ég að íhuga næstu skref og stöðuna,“ segir Jón Höskuldsson héraðsdómari. Að öðru leyti vilji hann ekki tjá sig frekar um málið. Jón sendi inn umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar meðan málið var í vinnslu hjá nefndinni. Þar segir hann að meðferð ráðherra sé aðfinnsluverð og að niðurstaða hennar sé á skjön við eigin málflutning. Bendir hann í því samhengi á að sjálfur hafi hann verið metinn hæfari en fjórir héraðsdómarar sem ráðherra ákvað að skipa í Landsrétt. „Ég er að íhuga réttarstöðu mína sem stendur og það skýrist á næstu dögum hvað ég mun gera,“ segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður. Hann vill ekki tjá sig að öðru leyti um málið en að hann óski þeim sem hlutu skipun, og réttinum í heild, velfarnaðar. Í skriflegu svari til Fréttablaðsins segir Eiríkur Jónsson, prófessor við Háskóla Íslands, að hann óski Landsrétti og dómurunum velfarnaðar í starfi. Hann tjái sig ekki að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15