Telur að krónan muni áfram styrkjast á næstu mánuðum Atli Ísleifsson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. júní 2017 14:44 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð. Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að krónan muni styrkjast á næstu mánuðum en veiking er þó talin líklegri til lengri tíma litið. Íslenska krónan er í hæstu hæðum og hefur nafngengi hennar líklega aldrei styrkst jafn mikið á tólf mánaða tímabili. Í júní í fyrra var gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal til dæmis 125 en í dag er það um 98. Nemur lækkunin um 22 prósentum. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að krónan sé líklega ekki að fara veikjast á næstunni og telur að hún geti hæglega styrkst enn meira. Til lengdar ráði hagkerfið þó líklega ekki við núverandi raungengi. „Við segjum í okkar nýjustu greiningu að við búumst við lítilli styrkingu sem mun verða á næstu mánuðum. Nú þegar hefur krónan styrkst um tvö prósent síðan við gáfum þessa greiningu út þannig að kannski er hún búin að styrkjast jafn mikið og hún getur nú þegar. Það er ómögulegt að segja og það fer svolítið eftir hvernig væntingarnar eru,“ segir Konráð. Þrátt fyrir að veiking sé ekki í kortunum á næstunni segir Konráð að líkurnar á því að krónan verði veikari eftir fimm ár séu meiri en líkurnar á því að hún verði sterkari. Hann segir að aðlögun gengisins geti, og hafa oft verið, sársaukafull og til þess að svo verði ekki sé aðalatriðið að það styrkist ekki of mikið og ekki of hratt. „Það er ekki að sjá neina veikingu í kortunum í ár, en þetta getur verið fljótt að breytast, til dæmis ef væntingar breytast, og segjum sem svo að lífeyrissjóðirnir fari að færa sig út í auknum mæli og menn sjá verri horfur í hagkerfinu eða það hægi á eða ferðamönnum taki að fækka. Ef menn sjá teikn um eitthvað svoleiðis þá gætum við séð að það birtist í gengi krónunnar nokkuð hratt, og þaðmeð einhverri veikingu. Það eru kannski ekki miklar líkur á að við sjáum veikingu á við árið 2008, en það gæti gefið eitthvað eftir ef horfur versna, en tilfellið er að við sjáum ekki neitt í kortunum um að það sé að fara gerast,“ segir Konráð.
Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Sjá meira