Þarf að vera svigrúm til mats Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júní 2017 19:15 Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Allir þeir sem koma að skipan dómara ættu að hugsa sinn gang að sögn formanns Dómarafélags Íslands. Hann telur að ráðherra ætti að hafa svigrúm til mats þegar verið sé að skipa fimmtán nýja dómara. Mikill ófriður ríkir um skipan dómara í landsrétt og ætlar lögmaðurinn Ástráður Haraldsson að stefna dómsmálaráðherra og íslenska ríkinu vegna málsins. Ástráður var á lista hæfisnefndar og hefði fengið sæti í Landsrétti ef ráðherra hefði ekki skipt út fjórum dómurum. Formaður Dómarafélags Íslands, segir ráðherra hafa heimild til að víkja frá tillögum nefndarinnar. „Svo er það annað mál hvernig ráðherra ber að standa að slíku fráviki. Og hvort að þá mat ráðherra getur talist ólögmætt," segir Skúli. Hæfisnefndin tók til starfa árið 2010 og hefur skilað sextán umsögnum en þetta er í fyrsta sinn sem ekki er farið eftir matinu. Skúli bendir á að dómefndin hafi ítrekað verið gagnrýnd fyrir að raða umsækjendum of stíft upp á grundvelli matskenndra sjónarmiða. „Hér kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að þarna standi fimmtán umsækjendur framar öðrum og þegar um er að ræða skipan fimmtán nýrra dómara og það á að manna nýjan dómstól frá grunni hlýtur það óneitanlega að teljast umhugsunarefni," segir Skúli. Telur hann að í þessum aðstæðum þurfi ýmis sjónarmið sem tengjast fjölbreytileika að koma til skoðunar. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að endurskoða þurfi lög og reglur um dómaraskipan út frá reynslunni í þessu máli. Skoðunin sé hins vegar ekki hafin. Yfir þrjú þúsund manns hafa ritað undir áskorun til forseta um að skrifa ekki undir skipan dómaranna. Skúli segir að þeir verði ekki skipaðir án undirskriftar forseta. „Hitt er svo annað mál; hvort forseti Íslands og sá sem nú situr telji sér pólitískt fært að synja ráðherra staðfestingar á slíkri tillögu. Slíkt hefur aldrei gerst," segir Skúli.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00