Ofurjeppamaður fordæmir akstursbann og spáir öngþveiti í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 6. júní 2017 07:00 Kristján. G. Kristjánsson mun ekki geta sótt farþega á Hótel Borg eftir næstu mánaðamót. vísir/eyþór „Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
„Menn verða að ákveða sig, vilja þeir fá túristana í bæinn eða vilja þeir ekki fá túristana í bæinn?“ segir Kristján G. Kristjánsson, stjórnarmaður í FETAR, Félagi eigenda torfæruökutækja í atvinnurekstri, og annar eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Mountain Taxi. Um næstu mánaðamót mun bann við akstri stórra hópferðabíla í miðbæ Reykjavíkur ná yfir stærra svæði en áður og þá til allra ökutækja sem eru með hópferðaleyfi. Þar undir falla allir jeppar sem ferðaþjónustufyrirtæki nota í hálendisferðir. Þessar ferðir hafa verið seldar undir þeim formerkjum að fólk sé sótt á gististað. Sumt af því eigi erfitt með gang. „Ekkert sem heitir fólksflutningatæki mun fá að fara að hótelum á þessum svæðum, nema leigubílar,“ segir Kristján sem undirstrikar að margir jeppanna sem um sé að ræða taki ekki fleiri farþega en leigubílar og jafnvel færri. Bannið mun að sögn Kristjáns auka umferð í miðbænum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustufyrirtækin og hótelreksturinn sömuleiðis. „Við höfum talað um að það þurfi að senda fólksbíla eftir fólkinu í staðinn. Og nú þegar er byrjað að nota stóra sendibíla fyrir töskur,“ segir Kristján sem telur greinilegt að málin hafi ekki verið hugsuð til enda. „Þetta á eftir að auka endalausa traffík af gangandi fólki dragandi töskur á öllum tímum sólarhrings. Það verður mikla meira kaos og miklu meira ónæði en nú er,“ segir Kristján og minnir á að Reykjavík sé ekki á Spáni. „Maður sér fyrir sér fólk, hundruðum saman, dragandi á eftir sér töskur í blindbyl um miðjan vetur til að verða sótt á safnstæði. Það verður alger ringulreið og hrun síðan þegar fólk neitar að vera á þessum hótelum. Þetta er alveg galið.“ Kristján gagnrýnir að borgin hafi ekki ráðfært sig við þá sem séu í þessum rekstri til að ná sátt um málin. Borgarkerfið sé andsnúið jeppafyrirtækjunum og fulltrúar FETAR hafi mætt þar „fordómum, hroka, frekju og dónaskap“ þegar reynt hafi verið að koma ábendingum á framfæri. Kristján segir að ef lúxusjeppafyrirtækin geti ekki sótt fólk á gististað verði þau að beina öllum sínum viðskiptum á gististaði utan bannsvæðanna. Það muni allar ferðaskrifstofur gera í framtíðinni. Ferðaskrifstofur erlendis séu þegar byrjaðar að nota önnur hótel. „Þá verða byggð hótel í útjöðrunum og menn missa þetta þangað.“ Sjálfur kveðst Kristján hafa verið í ferðaþjónustu í 22 ár og séð Reykjavík þróast með atvinnugreininni. „Borgin er höfn fyrir ævintýramennsku út á land og út í náttúruna. Þetta hefur gert það að verkum að borgin hefur blómstrað en allt í einu er fólk sem býr í borginni bandbrjálað yfir því að það er traffík og það er fullt af fólki. Ef fólk upplifir það að þeir sem búa í bænum þoli ekki ferðamenn þá vill það náttúrlega ekkert vera þar,“ segir Kristján G. Kristjánsson.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira