Lög brotin í meðferð Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00