Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2017 13:00 Tekist á við lax á Breiðunni í Blöndu á opnunardaginn. Mynd: Árni Baldursson FB Fyrstu fréttir af opnunardeginum í Blöndu lofa sannarlega góðu en dagana og vikuna fyrir opnun sáust laxar bæði í Damminum og á Breiðunni sem gaf til kynna að opnunin gæti orðið góð. Það voru sannarlega orð að sönnu því eftir fyrsta dag veiða voru komnir 15 laxar á land ásamt því að nokkrir sluppu og þar af höfum við frétt af einum stórlaxi sem sleit hraustann taum eftir góða baráttu. Blanda virðist því fara vel af stað og lofar þetta góðu um framhaldið en laxinn er svo til allt fallegur og vel haldinn tveggja ára lax. Veiði hefst svo síðar á svæðum 2, 3 og 4 og það verður að segjast að þrátt fyrir að svæði 3 og 4 séu að öllu jöfnu gjöfulli en svæði 2 er það ekki vegna laxaskorts heldur frekar vegna ástundunar en það er oft laust á þetta svæði. Svæði 2 er nefnilega alveg magnað veiðisvæði með stórum og fallegum breiðum. Það sem þarf til að veiða vel á þessu svæði er að fá leiðsögn og leiðbeiningar frá þeim sem þekkja það vel og það er til veiðistaðalýsing sem Þorsteinn Hafþórsson gerði um árið og við viljum bara reikna með að starfsfólk Lax-Á sé með hana undir höndum því með þennan leiðarvísir undir höndum eiga veiðimenn mun auðveldara með að glöggva sig á aðstæðum og læra á svæðið. Allur lax sem fer á 3 og 4 fer þarna í gegn svo á góðu ári eru þetta nokkur þúsund laxar sem renna þarna á milli og það köllum við góða veiðivon. Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði
Fyrstu fréttir af opnunardeginum í Blöndu lofa sannarlega góðu en dagana og vikuna fyrir opnun sáust laxar bæði í Damminum og á Breiðunni sem gaf til kynna að opnunin gæti orðið góð. Það voru sannarlega orð að sönnu því eftir fyrsta dag veiða voru komnir 15 laxar á land ásamt því að nokkrir sluppu og þar af höfum við frétt af einum stórlaxi sem sleit hraustann taum eftir góða baráttu. Blanda virðist því fara vel af stað og lofar þetta góðu um framhaldið en laxinn er svo til allt fallegur og vel haldinn tveggja ára lax. Veiði hefst svo síðar á svæðum 2, 3 og 4 og það verður að segjast að þrátt fyrir að svæði 3 og 4 séu að öllu jöfnu gjöfulli en svæði 2 er það ekki vegna laxaskorts heldur frekar vegna ástundunar en það er oft laust á þetta svæði. Svæði 2 er nefnilega alveg magnað veiðisvæði með stórum og fallegum breiðum. Það sem þarf til að veiða vel á þessu svæði er að fá leiðsögn og leiðbeiningar frá þeim sem þekkja það vel og það er til veiðistaðalýsing sem Þorsteinn Hafþórsson gerði um árið og við viljum bara reikna með að starfsfólk Lax-Á sé með hana undir höndum því með þennan leiðarvísir undir höndum eiga veiðimenn mun auðveldara með að glöggva sig á aðstæðum og læra á svæðið. Allur lax sem fer á 3 og 4 fer þarna í gegn svo á góðu ári eru þetta nokkur þúsund laxar sem renna þarna á milli og það köllum við góða veiðivon.
Mest lesið 19 laxa dagur í Jöklu Veiði Mjög gott í Langá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði Sala veiðileyfa mjög góð hjá Hreggnasa Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Veiðin ekki búin í Elliðavatni Veiði