Allsherjar vanhæfi gæti vel orðið raunin í dómaramálinu Snærós Sindradóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Héraðsdómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur eru að minnsta kosti í mjög þröngri stöðu. Annað gæti gilt um héraðsdómara í öðrum umdæmum. vísir/gva „Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Ég held að það myndi enginn dómari vilja sitja í þessu máli fyrir héraðsdómi,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, prófessor við lagadeild HR, um fyrirhugað dómsmál vegna skipunar dómara í Landsrétt. Það bendir allt til þess að það muni reynast þrautin þyngri að finna dómara sem ekki eru vanhæfir í málinu. Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að að minnsta kosti einn þeirra umsækjenda sem metnir voru hæfastir til dómarastarfsins, en fengu ekki skipun eftir tillögu ráðherra, hygðist fara í mál vegna þess. Aðrir liggja enn undir feldi og kanna réttarstöðu sína. Sigurður Tómas Magnússonvísir/aðsend Í gær greindi Fréttablaðið svo frá því að meðferð Alþingis við samþykkt tillögu dómsmálaráðherra hefði farið á svig við lög. Á það þyrfti að reyna fyrir dómi vegna hugsanlegrar bótaskyldu íslenska ríkisins. Umsækjendur um starfið voru 37 talsins. Þeir hafa nær allir víðtæk tengsl inn í lagastéttina, hafa verið héraðsdómarar eða starfað innan háskólanna. Þeir umsækjendur sem eru starfandi héraðsdómarar koma úr flestum héraðsdómstólum landsins. Þau tengsl geta skapað vanhæfi. „Þetta eru allt samstarfsmenn meira og minna eða sitjandi í hæfnisnefnd. Svo er augljóst að ef þetta færi fyrir Landsrétt þá væri allur Landsréttur vanhæfur. En héraðsdómurinn er líka meira og minna vanhæfur held ég,“ segir Sigurður Tómas. Dómstólaráði er þá falið að finna nýja héraðsdómara en ef það tekst ekki verður ráðherra falið að skipa dómara í málið. Líklega yrði þá fyrir valinn lögmaður sem ekki hefur neina dómarareynslu og stendur aðeins utan við þennan nátengda hóp, kæmi jafnvel úr stjórnsýslunni. Dómsmálaráðherra er aftur á móti vanhæfur í málinu og svo gæti farið að allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar þyki vanhæfir vegna þess að allir tóku þeir þátt í afgreiðslu Alþingis á málinu, sem líklega var ólögmæt. „Yfirleitt hefur það verið þannig að þegar ráðherra er vanhæfur þá er annar ráðherra kallaður inn. Það hefði verið heppilegt að hafa utanþingsráðherra núna. En að skipa ráðherra bara til að framkvæma þetta væri alveg nýtt. Það er spurning hvort það þyrfti að skipa ráðherra ad hoc, og forseti myndi þá gera það, til að fara með málið. Það reynir á margt þegar svona óvenjulegir hlutir gerast. Þá reynir á þolrifin í þessu kerfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00
Telur að niðurstaða hæfnisnefndarinnar hafi verið of einstrengingsleg Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að henni hafi orðið það ljóst eftir viðræður við forystumenn flokkanna á Alþingi að niðurstaða hæfnisnefndar um skipan dómara við Landsrétt myndi ekki hljóta brautargengi á þinginu. Að hennar mati hafi niðurstaða nefndarinnar verið of einstrengingsleg. 3. júní 2017 10:00