Rúmur milljarður á hvern kílómetra Borgarlínunnar Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 7. júní 2017 14:45 Hér má sjá dæmi um gatnaskipulag Borgarlínunar. SSH Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Tillögur að Borgarlínunni, nýju umhverfisvænu samgöngukerfi á höfuðborgarsvæðinu, verða kynntar í Salnum í Kópavogi kl 15 í dag. Vagnar Borgarlínunnar verða rafknúnir, ferðast í sérrými og fá forgang á umferðarljósum. Ástæðan fyrir þessu nýja samgöngukerfi er fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu en búist er við að íbúum fjölgi um 40% á næstu 25 árum. Þá hefur vaxandi straumur ferðamanna einnig áhrif. Í fréttatilkynningu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að markmiðið með Borgarlínunni sé að auka vægi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stutt verður á milli vagna og muni hraði í samgöngum aukast. Borgarlínan sé nauðsynleg þróun í samgöngum, sér í lag ef ferðavenjur fólks breytast ekki. Óbreytt ástand geti, með auknum fólksfjölda, aukið umferðaröngþveiti og minnkað pláss. Fyrstu tillögur að leiðum Borgarlínunnar, sem teygja sig vestur frá Eiðistorgi á Seltjarnarnesi austur að Kórnum í Kópavogi og norður frá Háholti í Mosfellsbæ suður að Völlunum í Hafnarfirði.SSHÁ fundinum í dag verða kynntar línuleiðir og helstu stöðvar Borgarlínunnar. Einnig verður farið yfir breytingar á svæðisskipulagi til ársins 2040 á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélagana sex sem standa að þessu nýja samgönguverkefni. Búist er við því að Borgarlínan verði allt að 57 km að lengd. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað í desember 2016. Verkefninu verður áfangaskipt. Stefnt er að því að endanlegar tillögur um legu línunnar liggi fyrir um mitt ár 2017 og að undirbúningi fyrir fyrsta áfanga ljúki í byrjun árs 2018.Horft er til þess hvernig höfuðborgarsvæðið mun þróast næstu árin og það mat verður haft til hliðsjónar við skipulagningar Borgarlínunnar. Endanlegar tillögur eiga að liggja fyrir í lok sumars og stefnt er að því að undirbúningi að fyrsta áfanganum verði lokið í byrjun árs 2018 en framkvæmdin verður gerð í áföngum. Kostnaður er áætlaður 1,10-1,15 milljarður króna á hvern kílómetra miðað við verðlag í janúar 2017. Heildarkostnaður er áætlaður 63-70 milljarðar króna. Samkomulag um undirbúning Borgarlínunnar var undirritað af borgarstjóra og bæjarstjóra sveitarfélaganna í desember 2016. Nánari upplýsingar um framkvæmdina má finna á vef Borgarlínunnar.Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.
Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06 Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00
Borgarlína að veruleika eftir fimm til tíu ár Borgarstjóri segir það bæði raunhæft og nauðsynlegt að ný borgarlína á höfuðborgarsvæðinu verði að veruleika eftir fimm til tíu ár. 17. desember 2016 12:06
Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu. 17. desember 2016 09:00