Ísland aðili að 100 ríkja samningi um baráttu gegn skattaundanskotum Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2017 19:45 Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Fjármálaráðherra undirritaði í París í dag fjölþjóðasamning sem miðar að því að stemma stigu við skattundandrætti og skattsvikum með misnotkun tvísköttunarsamninga. Samningurinn felur í sér fimmtán aðgerðir sem meðal annars eiga að koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki komi sér undan skattgreiðslum. Hundrað ríki verða aðilar að samningnum sem gerður er á vettvangi Efnahags og framfarastofnunarinnar og G20 ríkjanna og undirritaði Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra samnnginn á fundi OECD í dag ásamt fulltrúum 67 annarra ríkja. Hann segir að með þessari aðgerð verði tvísköttunarsamningum ríkja breytt í fjölþjóðasamninga. „Það þýðir að það verða sömu ákvæði sem gilda í öllum þessum tvísköttunarsamningum. Sem þýðir þá enn og aftur að það verður erfiðara fyrir menn að nýta þessa samninga til að fela peninga. Það var náttúrlega alls ekki hugmyndin með því að vera með tvísköttunarsamninga,“ segir Benedikt. Samningurinn muni gera alþjóðlegum fyrirtækjum sem starfa á Íslandi erfiðara að færa álagningu sína til landa þar sem skattbyrði er minni og koma sér þannig undan skatti á Íslandi. „Við getum kannski sagt það þannig að menn geta ekki fært skattbyrðina af starfseminni sinni á Íslandi á eitthvað auðveldara skattasvæði. ef við orðum það þannig. Menn verða að borga skattana þar sem uppruni teknanna er,“ segir fjármálaráðherra sem staddur er á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París. Lágir skattar á Írlandi hafi meðal annars orðið til þess á undanförnum árum að mörg bandarísk fyrirtæki með starfsemi í Evrópu skráðu sig þar. „Það var dæmt ólöglegt í fyrra. Þannig að þau (fyrirtækin) fengu svaka háa bakreikninga,“ segir Benedikt. Þá segir fjármálaráðherra Ísland einnig orðið aðila að samningum sem tryggja skattalegar upplýsingar frá öðrum evrópuríkjum og fleiri ríkjum í framtíðinni.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira