Tólf prósent noti almenningssamgöngur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júní 2017 07:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Anton Brink Áætlað er að kostnaður við uppbyggingu Borgarlínu sé um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra. Kostnaður við heildarnetið gæti því orðið á bilinu 63-70 milljarðar króna. Við matið er miðað við verðlag ársins 2017. Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. Verkefnið, sem ýtt var úr vör árið 2015, er nú statt í svokölluðum skimunar- og vinsunarfasa. Stefnt er að því að endanleg tillaga að legu línunnar liggi fyrir í haust og hægt verði að hefja umhverfismat, aðlaga skipulag og auglýsa í árslok. Í gær var gefin út skýrsla með fyrstu tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI úr valkostagreiningu fyrir línuna. Fyrir lágu sextán mögulegar samgöngulínur sem metnar voru. Að mati loknu standa sjö valkostir eftir sem komu best út úr greiningunni og stofan telur að rétt sé að vinna áfram.Í skýrslunni kemur fram að til að mögulegt sé að hugmyndir um Borgarlínu gangi upp sé nauðsynlegt að bæta og styðja við núverandi almenningssamgangnakerfi. Það þýði einnig að nauðsynlegt sé að þétta byggð í kringum Borgarlínuna, gefa almenningssamgöngum forgang á kostnað einkabílsins, vera með bílastæðastefnu sem takmarkar aðgengi einkabílsins og búa til framúrskarandi aðstæður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Ef íbúum höfuðborgarsvæðisins heldur áfram að fjölga verðum við að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. Hún vann að valkostagreiningunni ásamt COWI. Niðurstöður greiningarinnar nú benda til þess að ekki sé grundvöllur fyrir léttlestakerfi sem stendur en hins vegar ætti hraðvagnakerfi að geta staðið undir sér. Þó er lagt til að halda þeim möguleika opnum að breyta línunni í léttlestakerfi ef aðstæður til þess skapast síðar meir.Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. VÍSIR/ANTON„Umræðan hefur oft snúist um að hér eigi að fara að byggja upp rándýrt lestakerfi en svo er alls ekki. Ég hef líkt þessu við stóran rafmagnsstrætó sem ekur um í sérrými,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Áætlað er að SSH ýti verkefninu úr vör en síðar verði sérstakt félag stofnað utan um reksturinn. Í ræðum allra framsögumanna fundarins var tekið sérstaklega fram að nú lægju aðeins fyrir drög að skipulagstillögum. Ekki væri um niðurneglda framkvæmdaáætlun að ræða. Tillagan núna gæti því tekið talsverðum breytingum í ferlinu og á næstu árum. „Markmiðið er að árið 2040 muni tólf prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins velja að ferðast með almenningssamgöngum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH. Það er nokkuð framsækið markmið en sem stendur velja um fjögur prósent almenningssamgöngur. „Það er ljóst að það verður að byggja upp fyrir framtíðina annars gerist það ekki.“ Valkostagreininguna auk ítarefnis má finna á heimasíðu verkefnisins, borgarlinan.is. Öllum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og senda inn athugasemdir. Frestur til þess rennur út 20. júní næstkomandi. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Áætlað er að kostnaður við uppbyggingu Borgarlínu sé um 1,10-1,15 milljarðar króna á hvern kílómetra. Kostnaður við heildarnetið gæti því orðið á bilinu 63-70 milljarðar króna. Við matið er miðað við verðlag ársins 2017. Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu voru kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins í gær. Verkefnið, sem ýtt var úr vör árið 2015, er nú statt í svokölluðum skimunar- og vinsunarfasa. Stefnt er að því að endanleg tillaga að legu línunnar liggi fyrir í haust og hægt verði að hefja umhverfismat, aðlaga skipulag og auglýsa í árslok. Í gær var gefin út skýrsla með fyrstu tillögum dönsku verkfræðistofunnar COWI úr valkostagreiningu fyrir línuna. Fyrir lágu sextán mögulegar samgöngulínur sem metnar voru. Að mati loknu standa sjö valkostir eftir sem komu best út úr greiningunni og stofan telur að rétt sé að vinna áfram.Í skýrslunni kemur fram að til að mögulegt sé að hugmyndir um Borgarlínu gangi upp sé nauðsynlegt að bæta og styðja við núverandi almenningssamgangnakerfi. Það þýði einnig að nauðsynlegt sé að þétta byggð í kringum Borgarlínuna, gefa almenningssamgöngum forgang á kostnað einkabílsins, vera með bílastæðastefnu sem takmarkar aðgengi einkabílsins og búa til framúrskarandi aðstæður fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. „Ef íbúum höfuðborgarsvæðisins heldur áfram að fjölga verðum við að ferðast meira saman ef samgöngukerfið á að ganga upp,“ segir Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. Hún vann að valkostagreiningunni ásamt COWI. Niðurstöður greiningarinnar nú benda til þess að ekki sé grundvöllur fyrir léttlestakerfi sem stendur en hins vegar ætti hraðvagnakerfi að geta staðið undir sér. Þó er lagt til að halda þeim möguleika opnum að breyta línunni í léttlestakerfi ef aðstæður til þess skapast síðar meir.Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan. VÍSIR/ANTON„Umræðan hefur oft snúist um að hér eigi að fara að byggja upp rándýrt lestakerfi en svo er alls ekki. Ég hef líkt þessu við stóran rafmagnsstrætó sem ekur um í sérrými,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Áætlað er að SSH ýti verkefninu úr vör en síðar verði sérstakt félag stofnað utan um reksturinn. Í ræðum allra framsögumanna fundarins var tekið sérstaklega fram að nú lægju aðeins fyrir drög að skipulagstillögum. Ekki væri um niðurneglda framkvæmdaáætlun að ræða. Tillagan núna gæti því tekið talsverðum breytingum í ferlinu og á næstu árum. „Markmiðið er að árið 2040 muni tólf prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins velja að ferðast með almenningssamgöngum,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri SSH. Það er nokkuð framsækið markmið en sem stendur velja um fjögur prósent almenningssamgöngur. „Það er ljóst að það verður að byggja upp fyrir framtíðina annars gerist það ekki.“ Valkostagreininguna auk ítarefnis má finna á heimasíðu verkefnisins, borgarlinan.is. Öllum gefst kostur á að kynna sér tillögurnar og senda inn athugasemdir. Frestur til þess rennur út 20. júní næstkomandi.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00 Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stefna á að byrja lagningu borgarlínu eftir tvö ár Reiknað er með að borgarlína verði allt að 57 kílómetrar með stoppistöðum á sexhundruð metra til eins kílómetra millibili. 7. júní 2017 19:00
Hvað er Borgarlína? Borgarlína er vinnuheiti yfir öflugt almenningssamgöngukerfi sem fyrirhugað er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlínan keyrir í sérrými að öllu eða mestu leyti og er þannig ekki háð annarri umferð. 30. maí 2017 07:00