Manndráp í Mosfellsdal: Tveir bílar haldlagðir sem tengjast þeim handteknu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 00:37 Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Vísir/Eyþór Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Yfirheyrslur yfir þeim sex sem handtekin voru í kvöld vegna manndráps í Mosfellsdal eru hafnar, en karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás við bæinn Æsustaði. Lögreglan hefur nú þegar yfirheyrt vitni vegna málsins. Þá eru tveir bílar sem lögregla lagði hald á við handtökur til rannsóknar. „Það er verið að yfirheyra þetta fólk sem er handtekið og við erum búin að yfirheyra vitni. Við munum yfirheyra eitthvað fram eftir nóttu,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins, í samtali við Vísi. Lögreglan fjarlægði pallbíl merktan fyrirtækinu Dogsledding Iceland af vettvangi í Mosfellsdal. „Hann tengist þessu fólki sem var handtekið,“ segir Grímur. Hluti fólksins var handtekið á vettvangi en aðrir á Vesturlandsvegi. Þar var lagt hald á annan bíl að sögn Gríms. Enn er ekki ljóst hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir sexmenningunum. Grímur sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að ákvörðun um það verði tekin í framhaldi af yfirheyrslum. Öll þau handteknu, fimm karlmenn og ein kona, hafa áður komið við sögu hjá lögreglu. Lögreglunni barst tilkynning um árásina klukkan 18:24 og fór fjölmennt lið lögreglu ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, slökkviliði og sjúkraflutningafólki á vettvang. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni er rannsókn málsins umfangsmikil.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56 Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18 Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Yfirheyrslur fram eftir nóttu Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsókn málsins segir að nú taki við yfirheyrslur sem búist er við að standi langt fram eftir nóttu. 7. júní 2017 22:56
Maður látinn eftir líkamsárás í Mosfellsdal Einn maður er látinn eftir líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal í kvöld. 7. júní 2017 21:18
Sérsveit kölluð út vegna atviks í Mosfellsdal Töluverður viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs er vegna atviks í kringum Reykjadal í Mosfellsdal. 7. júní 2017 19:49