Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 09:54 Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003. Vísir/Hari Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira