Innlent

Manndráp í Mosfellsdal: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregla á vettvangi í gær.
Lögregla á vettvangi í gær. Vísir/Höskuldur Kári
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast gæsluvarðhalds vegna manndráps í Mosfellsdal í gærkvöldi. Ekki liggur þó fyrir yfir hversu mörgum krafist verður varðhalds en lögreglan er nú að fara yfir gögn málsins að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Alls voru sex einstaklingar handteknir í gærkvöldi, fimm menn og ein kona, grunaðir um aðild að hrottalegri líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal sem leiddi til dauða karlmanns á fertugsaldri. Endurlífgun var reynd á manninum á vettvangi en hann var síðan úrskurðaður látinn á Landspítalanum í Fossvogi.

Yfirheyrslur yfir hinum grunuðu fóru fram í nótt og í morgun voru nokkur vitni yfirheyrð en alls hafa upp undir tíu manns verið yfirheyrðir vegna málsins.

Á meðal hinna handteknu eru þeir Jón Trausti Lúthersson, stofnandi mótorhjólaklúbbsins Fáfnis, og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem í febrúar hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í ágúst síðastliðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×