Útlit fyrir öruggan sigur Íhaldsins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2017 20:00 Samkvæmt allra nýjustu könnunum verður fylgi Íhaldsflokksins á bilinu 41 til 46%. Fylgi Verkamannaflokksins verður samkvæmt þessu um 34 til 40%. Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Það styttist í lokun kjörstaða sem voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þeim verður lokað klukkan tíu í kvöld. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá og er það fjölgun milli kosninga. Flest bendir til sigurs Íhaldsflokksins með Theresu May forsætisráðherra í broddi fylkingar. Munurinn á milli kannanna er þó nokkuð mikill og benda þær allra nýjustu til eins til tólf prósentustiga forskots. Nýjustu kannanir gera ráð fyrir að fylgi Íhaldsflokksins verði á bilinu 41 til 46% en að fylgi Verkamannaflokksins verði í kringum 34 til 40%. Samkvæmt þessu myndu Íhaldsmenn bæta við sig þingsætum en erfitt er þó að spá fyrir um nákvæman fjölda þeirra. Barist er um 650 sæti en til þess að ná meirihluta í neðri deild þarf 326 sæti. Um 46,9 milljónir Breta eru á kjörskrá en kjörsókn yngra fólksins hefur verið fremur lítil á síðustu árum og hafa margir bent á að stuðningur Verkamannaflokksins liggi einna helst þar. Heildarkjörsókn hefur þó aukist jafnt og þétt á síðustu árum og var rúmlega 66% árið 2015. Formenn flokkanna ávörpuðu stuðningsmenn sína í síðasta sinn í gær áður en þeir héldu á kjörstað í morgun. „Við erum ekki flokkur milljarðamæringanna, við erum ekki flokkur fyrirtækjaelítunnar, við erum flokkur fólksins," sagði Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í ávarpi sínu fyrir stuðningsmenn í gær. Verkamannaflokkurinn hefur talað fyrir skattheimtu á þá allra ríkustu og auknu fjármagni í innviði líkt og heilbrigðis- og menntakerfið. Theresa May lagði aftur á móti ríka áherslu á Brexit í síðasta ávarpi sínu í gær og sagði Íhaldsflokkinn geta fært landsmönnum stöðugleika eftir skilnaðinn við Evrópusambandið „Skilaboð mín til fólksins eru mjög einföld. Veitið mér stuðning til að leiða Bretland. Gefið mér vald til að tala fyrir hönd Bretlands, veitið mér styrk til að berjast fyrir Bretland. Veitið mér stuðning og ég mun standa við mitt," sagði Theresa May forsætisráðherra og leiðtogi Íhaldsflokksins í ávarpi sínu.Fyrstu tölur fyrir miðnætti Íhaldsflokkurinn er í dag með sautján manna meirihluta en mikilvægt er talið fyrir May sem ákvað að flýta kosningunum að halda ekki aðeins meirihlutanum heldur auka hann. Endanleg niðurstaða verður ekki ljós fyrr en á morgun en búist er við fyrstu tölum fyrir miðnætti. Tölurnar halda þá áfram að streyma inn í nótt og verður talningu meirihluta atkvæða líklega lokið um klukkan sex. Útgönguspár verða þó birtar skömmu eftir lokun kjörstaða í kvöld en þær hafa á síðustu árum verið nokkuð nákvæmar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira