Í eldhúsi Evu: Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu Eva Laufey skrifar 10. júní 2017 13:00 Þetta ravioli er borið fram með ljúffengu salvíusmjöri. Vísir/Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að ravioli, ricotta- og spínatfyllingu og salvíusmjöri. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deigið í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Gerið litla hringi í deigið til dæmis með hvítvínsglasi, sprautið fyllingunni ofan á deigið og setjið lok yfir. Lokið deiginu með því að þrýsta vel á endana og gott er að nota gaffal til þess að þrýsta á í lokin. Þannig tryggjum við að fyllingin leki ekki út þegar við sjóðum pastað. Sjóðið í vel söltu vatni í um það bil fjórar mínútur. Berið strax fram með ljúffengu salvíusmjöri.Ricotta- og spínatfylling1 msk ólífuolía250 g spínat200 g ricotta ostur1 hvítlauksrif1 egg½ dl rifinn parmesan2 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður spínat og steikið þar til spínatið verður mjúkt í gegn. Blandið spínatinu saman við ricotta ostinn í skál og bætið pressuðu hvítlauksirif, einu eggi, nýrifnum parmesan og smátt saxaðri basilíku út í og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Setjið fyllinguna til dæmis í sprautupoka og sprautið á pastadeigið eða notið einfaldlega skeiðar í verkið. Best er að kæla fyllinguna svolítið áður en þið sprautið á pastadeigið.Salvíusmjör100 g smjörfersk salvía, handfylliAðferð: Bræðið smjörið á pönnu, saxið niður ferska salvíu og setjið út á pönnuna. Steikið salvíuna þar til hún er orðin stökk. Berið fyllt ravioli fram með þessu ljúffenga salvíusmjöri og nýrifnum parmesan. Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Tónlist Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að ravioli, ricotta- og spínatfyllingu og salvíusmjöri. Heimalagað ravioli með ricotta- og spínatfyllingu Pastadeig 400 g hveiti 3 egg 4 eggjarauður 1 ½ msk ólífuolía 1 tsk salt Aðferð: Setjið hveiti á borðflöt og gerið holu í miðjuna á hveitinu, setjið egg, eggjarauður, salt og ólífuolíu í holuna og blandið öllum hráefnum saman með höndum. Hnoðið deigið vel í nokkrar mínútur og sláið deiginu upp í kúlu, setjið plastfilmu yfir kúluna og geymið deigið í kæli í 30 – 40 mínútur. Skiptið deigið í þrjá hluta og fletjið hvern hluta út, í pastavél eða með kökukefli. Gerið litla hringi í deigið til dæmis með hvítvínsglasi, sprautið fyllingunni ofan á deigið og setjið lok yfir. Lokið deiginu með því að þrýsta vel á endana og gott er að nota gaffal til þess að þrýsta á í lokin. Þannig tryggjum við að fyllingin leki ekki út þegar við sjóðum pastað. Sjóðið í vel söltu vatni í um það bil fjórar mínútur. Berið strax fram með ljúffengu salvíusmjöri.Ricotta- og spínatfylling1 msk ólífuolía250 g spínat200 g ricotta ostur1 hvítlauksrif1 egg½ dl rifinn parmesan2 msk smátt söxuð basilíkasalt og piparAðferð: Hitið olíu á pönnu, saxið niður spínat og steikið þar til spínatið verður mjúkt í gegn. Blandið spínatinu saman við ricotta ostinn í skál og bætið pressuðu hvítlauksirif, einu eggi, nýrifnum parmesan og smátt saxaðri basilíku út í og blandið vel saman. Kryddið til með salti og pipar. Setjið fyllinguna til dæmis í sprautupoka og sprautið á pastadeigið eða notið einfaldlega skeiðar í verkið. Best er að kæla fyllinguna svolítið áður en þið sprautið á pastadeigið.Salvíusmjör100 g smjörfersk salvía, handfylliAðferð: Bræðið smjörið á pönnu, saxið niður ferska salvíu og setjið út á pönnuna. Steikið salvíuna þar til hún er orðin stökk. Berið fyllt ravioli fram með þessu ljúffenga salvíusmjöri og nýrifnum parmesan.
Eva Laufey Pastaréttir Uppskriftir Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Tónlist Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið