Prófun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna heppnaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 21:14 Pentagon, höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Vísir/AFP Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. Associated Press og CNN greina frá. Eldflaugavarnarstofnun Bandaríkjanna skaut á loft varnareldflaug frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu-fylki í dag. Henni var ætlað að skjóta niður langdræga eldflaug, sem Bandaríkjaher skaut sjálfur á loft frá Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Tilrauninni var hrint af stað aðeins tveimur dögum eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Á sunnudag skutu norður-kóresk yfirvöld skammdrægu flugskeyti á loft sem hafnaði í Japanshafi. Á föstudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að í fyrsta sinn yrðu gerðar prófanir á því að skjóta niður langdræg flugskeyti með það fyrir augum að undirbúa sig ef Norður-Kórea tæki upp á því að senda eitt slíkt yfir hafið. Tilraunin í dag var sú fyrsta sinnar tegundar af hálfu Bandaríkjanna í nær þrjú ár og sú fyrsta frá upphafi sem hefur langdræga eldflaug, líkt og þær sem Norður-Kórea er nú að þróa, að skotmarki.Hér má sjá tilkynningu um tilraunina frá Pentagon:In anti-ICBM test, Pentagon says "exo-atmospheric kill vehicle intercepted and destroyedthe target in a direct collision" pic.twitter.com/mEPDzfwU2m— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) May 30, 2017 Bandaríkin Marshall-eyjar Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Höfuðstöðvar Bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa skotið niður tilraunasprengihleðslu sína yfir Kyrrahafinu. Með þessari tilraun hefur lykiltakmarki í þróun á eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna verið náð. Associated Press og CNN greina frá. Eldflaugavarnarstofnun Bandaríkjanna skaut á loft varnareldflaug frá Vandenberg-herstöðinni í Kaliforníu-fylki í dag. Henni var ætlað að skjóta niður langdræga eldflaug, sem Bandaríkjaher skaut sjálfur á loft frá Marshall-eyjum í Kyrrahafinu. Tilrauninni var hrint af stað aðeins tveimur dögum eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Á sunnudag skutu norður-kóresk yfirvöld skammdrægu flugskeyti á loft sem hafnaði í Japanshafi. Á föstudaginn tilkynnti bandaríska varnarmálaráðuneytið að í fyrsta sinn yrðu gerðar prófanir á því að skjóta niður langdræg flugskeyti með það fyrir augum að undirbúa sig ef Norður-Kórea tæki upp á því að senda eitt slíkt yfir hafið. Tilraunin í dag var sú fyrsta sinnar tegundar af hálfu Bandaríkjanna í nær þrjú ár og sú fyrsta frá upphafi sem hefur langdræga eldflaug, líkt og þær sem Norður-Kórea er nú að þróa, að skotmarki.Hér má sjá tilkynningu um tilraunina frá Pentagon:In anti-ICBM test, Pentagon says "exo-atmospheric kill vehicle intercepted and destroyedthe target in a direct collision" pic.twitter.com/mEPDzfwU2m— Marcus Weisgerber (@MarcusReports) May 30, 2017
Bandaríkin Marshall-eyjar Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Norður-Kórea skýtur á loft skammdrægu flugskeyti Flugskeytinu var fylgt eftir í sex mínútur þangað til að það lenti í sjónum nálægt Japan. 28. maí 2017 22:52