Staða Viðreisnar afar þröng Snærós Sindradóttir skrifar 31. maí 2017 06:00 Heimildir Fréttablaðsins herma að bæði Gísli Marteinn Baldursson og Heiða Kristín Helgadóttir harðneiti að fara fyrir lista Viðreisnar í borginni. vísir/vilhelm/anton Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“ Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Það er enginn augljós kostur í sjónmáli til að leiða lista Viðreisnar í borginni eins og staðan er núna. Forsvarsmenn flokksins eru löngu byrjaðir að skima eftir forystufólki en hingað til hefur reynst erfitt að fá öfluga fulltrúa til að íhuga framboð. Ár er í næstu sveitarstjórnarkosningar en þær fara fram 26. maí 2018. Flokkarnir eru mislangt komnir í undirbúningi sínum en Viðreisn hóf formlegan undirbúning að nýju framboði á sveitarstjórnarstigi með fundi laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Opnir fundir flokksins á þriðjudögum hafa farið í málefnavinnu sem tengist sveitarstjórnarmálum, á borð við Borgarlínu, þéttingu byggðar og húsnæðismál. Fulltrúar víðsvegar að hafa verið kallaðir Viðreisn til aðstoðar við myndun stefnu í borginni, þar með talin Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar og formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sem kom fram á fundi flokksins í gær og kynnti velferðarhlutann í rekstri Reykjavíkurborgar. En Viðreisn er ákveðinn vandi á höndum. Tvö nöfn hefur borið hæst í umræðunni um mögulega fulltrúa til að leiða lista flokksins, það eru Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Heiða Kristín Helgadóttir, sem tók meðal annars þátt í að tryggja Besta flokknum stóran kosningasigur árið 2010. Heimildir Fréttablaðsins herma að enn sem komið er harðneiti þau bæði að leiða listann. Þá hefur verið horft til aðstoðarmanna þeirra ráðherra sem Viðreisn á í ríkisstjórn, á borð við Gylfa Ólafsson, aðstoðarmann Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra, og Guðmund Kristján Jónsson, aðstoðarmann Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Staðreyndin er sú að sterk atvinnulífstenging Viðreisnar gerir það að verkum að starf borgarfulltrúa er óspennandi og nokkuð illa launað í samanburði við mörg önnur störf sem bjóðast í því góðæri sem nú ríkir. Grunnlaun borgarfulltrúa eru um 633 þúsund krónur á mánuði, sem er til að mynda langtum lægra en aðstoðarmönnum ráðherra býðst. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að innan Viðreisnar séu raddir sem velti fyrir sér hvaða sérstöðu flokkurinn geti mögulega skapað sér í borginni. Framboðið sé í raun háð því hvaða gat skapist fyrir frjálslyndan umhverfisverndarflokk sem er hægra megin við Samfylkinguna. Ekki komi til greina að hverfa frá þeim skipulagshugmyndum sem fyrir liggja hjá meirihlutanum í borginni, á borð við Borgarlínu og þéttingu byggðar. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar, segir að mögulegt framboð í sveitarstjórnum komi til með að skýrast með haustinu. Verið sé að vinna hörðum höndum að því að skýra málefnalegan grunn flokksins. „Það er verið að skoða sameiningar sveitarfélaga, borgarlínu og fleiri málefni sem brenna á sveitarfélögunum núna.“ Samkvæmt samþykktum flokksins er miðað við að stillt verði upp á listum flokksins í stað þess að ráðist verði í prófkjör. „Svo geta alveg verið frávik frá því. Vika er langur tími og hvað þá ár þannig að það getur ýmislegt gerst. En við vonumst til þess að ná góðum árangri í borginni.“
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Eldur í húsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira