Engin niðurstaða varðandi skipan dómara við Landsrétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2017 22:09 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í Alþingishúsinu í dag. vísir/anton brink Fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt lauk á tíunda tímanum í kvöld án niðurstöðu. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður nefndarinnar, segir í samtali við Vísi að nefndin fundi aftur á morgun en ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom bæði á fund nefndarinnar í morgun og svo milli klukkan 13 og 14 í dag. Minnihlutinn í nefndinni telur vafa leika á því að tillaga hennar um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem ráðherra leggur til að fjórir einstaklingar verði skipaðir sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Njáll Trausti segir að nefndin fari nú í gegnum allar hliðar málsins en auk dómsmálaráðherra kom nokkur fjöldi gesta á fund nefndarinnar í dag. Á meðal þeirra sem komu voru formaður hæfnisnefndarinnar, Gunnlaugur Claessen, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, Reimar Pétursson,formaður Lögmannafélagsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður Dómarafélags Íslands. „Það liggur fyrir hvert álitamálið er og það varðar hvort að rökstuðningur ráðherra teljist uppfylla þá rannsóknarskyldu sem hvílir á ráðherra sem kýs að víkja með svona verulegum hætti frá tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur um dómaraembætti og það verður áfram reifað á fundinum á morgun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem tekur sæti í nefndinni í þessu máli fyrir Svandísi Svavarsdóttur. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis þar sem fjallað var um skipan dómara við Landsrétt lauk á tíunda tímanum í kvöld án niðurstöðu. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og starfandi formaður nefndarinnar, segir í samtali við Vísi að nefndin fundi aftur á morgun en ná þarf niðurstöðu í málið fyrir þinglok sem einmitt eru áætluð á morgun. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, kom bæði á fund nefndarinnar í morgun og svo milli klukkan 13 og 14 í dag. Minnihlutinn í nefndinni telur vafa leika á því að tillaga hennar um þá 15 einstaklinga sem skipa skulu Landsrétt standist lög þar sem ráðherra leggur til að fjórir einstaklingar verði skipaðir sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Njáll Trausti segir að nefndin fari nú í gegnum allar hliðar málsins en auk dómsmálaráðherra kom nokkur fjöldi gesta á fund nefndarinnar í dag. Á meðal þeirra sem komu voru formaður hæfnisnefndarinnar, Gunnlaugur Claessen, Björg Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, Reimar Pétursson,formaður Lögmannafélagsins og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, varaformaður Dómarafélags Íslands. „Það liggur fyrir hvert álitamálið er og það varðar hvort að rökstuðningur ráðherra teljist uppfylla þá rannsóknarskyldu sem hvílir á ráðherra sem kýs að víkja með svona verulegum hætti frá tillögu dómnefndar um hæfustu umsækjendur um dómaraembætti og það verður áfram reifað á fundinum á morgun,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna sem tekur sæti í nefndinni í þessu máli fyrir Svandísi Svavarsdóttur.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53 Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19 Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. 29. maí 2017 22:53
Vill fresta skipan dómara við Landsrétt Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd mun funda fram á kvöld. 30. maí 2017 19:19
Hafnar ásökunum um ólögmætar embættisfærslur Sigríður Á. Andersen hafnar því að hún leiti heimilda Alþingis til að framkvæmda ólögmæta embættisfærslu vegna skipana við Landsrétt. 30. maí 2017 12:30