Innlent

Lagt til að 51 fái íslenskan ríkisborgararétt

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allsherjar-og menntamálanefnd leggur fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar.
Allsherjar-og menntamálanefnd leggur fram frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. vísir/ernir
Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að 51 einstaklingur hljóti íslenskan ríkisborgararétt.

Sá yngsti sem nefndin leggur til að fái ríkisborgararétt er fæddur á þessu ári, hann heitir Ottó Ægir Gíslason Moody og er fæddur í Bandaríkjunum. Þeir elstu í tillögu nefndarinnar eru svo tvær konur sem báðar eru fæddar árið 1963, þær Callie Grace McDonald, fædd í Bandaríkjunum, og Lina Ashouri, fædd í Sýrlandi.

Alls bárust nefndinni 103 umsóknir um ríkisborgararétt fyrir 129 einstaklinga. Nefndin leggur til að 40 umsóknir verði samþykktar þannig að 51 einstaklingi verði veittur ríkisborgararéttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×