Lögfræðingur Donalds Trump neitar að veita upplýsingar í tengslum við Rússlandsrannsóknina Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. maí 2017 23:54 Donald Trump er nú undir smásjá Bandaríkjaþings vegna meintra tengsla við Rússland. Vísir/AFP Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni. Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Tvær þingnefndir, sem rannsaka meint afskipti Rússlands af bandarískum stjórnmálum, hafa krafið lögfræðing Donalds Trump, Michael Cohen, um upplýsingar um samskipti sín við Rússland. BBC greinir frá. Michael Cohen staðfesti þetta við bandaríska fjölmiðla í dag og sagðist hafa verið beðinn um að „veita upplýsingar og vitnisburð“ um öll samskipti sem hann hafi átt við rússnesk yfirvöld. Cohen sagðist enn fremur hafa hafnað beiðninni vegna þess að hún hafi verið „of víðtæk“ og „ekki hafi verið hægt að svara henni.“ Bandaríska alríkislögreglan og bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsaka nú hvort og þá hvernig Rússsland hafi haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum síðastliðið haust. Einnig er verið að rannsaka hvort að starfsmenn Trump hafi tekið þátt í slíku athæfi. Í samtali við CNN sagði Cohen að deildir þingsins ættu enn eftir að koma fram með einn einstakan snefil af trúverðugunum sönnunargögnum sem staðfesta téð afskipti Rússa. Þá greindi AP-fréttaveitan frá því í kvöld að Michael Flynn, fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trumps, myndi afhenda rannóknarnefnd þingsins skjöl í tengslum við rannsóknina á afskiptum Rússa. Hann hafði áður synjað beiðninni. Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, er sagður hafa rætt í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. Hann sætir nú rannsókn Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Aðrir aðstoðarmenn Donalds Trump hafa fengið sambærilegar stefnur og lögfræðingurinn en þar á meðal eru Roger Stone, Paul Manafort og Carter Page. Hinir tveir fyrrnefndu eru sagðir hafa samþykkt beiðnina en Page er sagður eiga eftir að svara henni.
Donald Trump Tengdar fréttir Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27 Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38 Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46 Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28 Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Tengdasonur Trump sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Sagður hafa hitt sendiherra Rússa og yfirmanns rússnesks ríkisbanka. 25. maí 2017 23:27
Trump segir Kushner standa sig afar vel í starfi Donald Trump segir að tengdasonur sinn, Jared Kushner, standi sig afar vel í starfi ráðgjafa forsetans og njóti fulls trausts. 29. maí 2017 08:38
Vildu koma á leynilegri samskiptalínu milli Bandaríkjanna og Rússlands Jared Kushner, tengdasonur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trump, ræddi í byrjun desember síðastliðnum við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum um möguleikann á því að koma upp leynilegri samskiptalínu milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. 27. maí 2017 07:46
Hleruðu samtal um að Rússar hafi búið yfir viðkvæmum upplýsingum um Trump Leyniþjónustur Bandaríkjana hleruðu samtal á milli rússneskra embættismanna þar sem þeir ræddu um möguleikann á því að Rússland byggi yfir viðkvæmum upplýsingum um Donald Trump og nána samstarfsmenn hans í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust. 30. maí 2017 14:28
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22. maí 2017 15:03