Segir stjórnvöld beita Dyflinnarreglugerð blygðunarlaust á börn á flótta Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2017 20:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. vísir/stefán Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það áskorun fyrir Íslendinga að taka á móti fylgdarlausum börnum á flótta en verið sé að móta reglugerð þar að lútandi. Sextán ára samkynhneigðum dreng á flótta hefur verið gert að yfirgefa landið á grundvelli Dyflinar reglugerðarinnar sem þingmaður Vinstri grænna segir stjórnvöld ekki bundin af að framfylgja. Rósa Björk Brynjólfsdóttir ynnti dómsmálaráðherra eftir stefnu stjórnvalda í málefnum fylgdarlausra barna sem koma til Íslands sem flóttamenn á Alþingi í dag. Minntist hún á mál sextán ára samkynhneigðs drengs frá Marokkó sem flúði til Íslands í desember og óskar hælis hér á landi en hefur verið hafnað og gert að yfirgefa landið. Mál hans er nú í kæruferli. „Drengurinn er fylgdarlaust barn samkvæmt skilgreiningu en er hér ásamt eldri bróður sínum sem vill koma honum í öruggt skjól. Yngri drengurinn er í tvöfalt veikri stöðu sem fylgdarlaust barn annars vegar og vegna kynhneigðar sinnar hins vegar. Hér sem endranær vísa íslensk stjórnvöld blygðunarlaust í Dyflinnarreglugerðina sem grundvöll þess að senda bræðurna frá Íslandi í stað þess að afgreiða mál þeirra hér,“ sagði Rósa Björk. Ítrekað hafi hins vegar komið fram að ekkert í reglugerðinni hvetji stjórnvöld til að senda flóttafólk héðan, hvað þá fylgdarlaus börn. Þetta snerist því meira um stefnu ríkisstjórnarinnar. „Hver er raunveruleg afstaða dómsmálaráðherra í málefnum fylgdarlausra barna? Ætlar hún að styðja við fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar sem fram koma í stjórnarsáttamála hennar um að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna barna og fjölskyldna,“ sagði Rósa Björk. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði farið eftir lögum og alþjóðasamningum í þessum málum. „Það liggur alveg fyrir að það er ákveðin áskorun fyrir okkur að taka á móti þessum börnum. Það stendur yfir vinna núna í dómsmálaráðuneytinu við gerð reglugerðar þar sem sérstaklega er tekið á þessum málum. Fylgdarlaus börn eru verkefni ekki bara dómsmálaráðuneytisins, heldur félagsmálaráðuneytisins, barnastofu og lögregluyfirvalda,“ sagði dómsmálaráðherra. Eitt meginmarkmið og skylda stjórnvalda væri að leita uppruna barna á flótta og leita leiða til að sameina þau fjölskyldum sínum. „Börn eru ekki send héðan af landi nema það sé tryggð nægjanleg vernd í því landi sem þau eru send til eins og sú vernd sem þau njóta hér. Þannig að það liggur alveg fyrir að fylgdarlaus börn eins og önnur börn eru skilgreind hér, bæði samkvæmt lögum og reglum og í verklagi sem viðkvæmur hópur,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Tengdar fréttir Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20 Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00 Fylgdarlaus börn seld mansali 3. maí 2017 09:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Sextán ára fylgdarlausum dreng vísað úr landi Sextán ára marokkóskum dreng sem kom án forráðamanns hingað til lands í desember hefur verið synjað um hæli og verður vísað úr landi. Málið hefur verið kært til Kærunefndar útlendingamála. 17. maí 2017 19:20
Ákvarðanir um að vísa börnum úr landi ekki nægilega vandaðar Ákvarðanir um að vísa börnum í hælisleit úr landi eru ekki nægilega vandaðar að sögn talsmanns hælisleitenda hjá Rauða kross Íslands. Það þarf að hraða málsmeðferð í málum þar sem börn eru fljót að skjóta rótum og aðlagast nýju samfélagi. 8. maí 2017 20:00