Bræðurnir sem eru hjartað í vörninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2017 06:00 Valsmenn fagna í leikslok. vísir/ernir „Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“ Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
„Við vorum bara tveimur mörkum undir í hálfleik og við vissum bara inni í klefa í hálfleik að það væri bara spurning um nokkrar mínútur þar til við myndum springa út,“ segir Orri Freyr Gíslason, leikmaður Vals, eftir sigurinn, 27-20, á FH í gærkvöldi í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik sem fram fór í Kaplakrika. Valur vann einvígið 3-2 og tryggði sér sinn 22. Íslandsmeistaratitil. „Við vorum bara mjög slakir inni í klefa að fá okkur Snickers og drekka Red Bull og allir pollrólegir.“ Sigurður Ingiberg Ólafsson var stórkostlegur í marki Vals í gær og varði hann fimmtán bolta og það bara í síðari hálfleiknum. „Siggi er eiginlega maður einvígisins og mér finnst eiginlega asnalegt að þessi FH-ingur hafi verið valinn maður þess,“ segir Orri en Gísli Þorgeir Kristjánsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Orri stóð allan leikinn í hjarta varnarinnar og myndaði gríðarlega sterkt teymi með bróður sínum, Ými Erni Gíslasyni. Varnarleikur þeirra og markvarsla Sigurðar var það sem geirnegldi þennan Íslandsmeistaratitil. „Það er geggjað að hafa litla bróður við hliðina á sér í vörninni. Á 32. mínútu leiksins fórum við að rífast og öskra á hvor annan og þá kviknaði almennilega á okkur og þá fannst mér við ná að öskra vörnina í gang.“ „Vörnin hjá okkur var algjörlega frábær í þessum leik,“ segir Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og eitt allra mesta efnið í íslenskum handbolta í dag. „Við sýndum líka mjög agaðan og leiðinlegan sóknarleik í seinni hálfleiknum. Ef hann er leiðinlegur, þá er það bara í fínu lagi. Við erum Íslandsmeistarar.“ Valur er sigursælasta félag Íslandssögunnar í handknattleik. Þetta tímabil var magnað hjá Valsmönnum. Þeir komust í undanúrslit í Evrópukeppni, þeir urðu bikarmeistarar og enda sem besta lið landsins. „Við elskum svona pressuúrslitaleiki, það er klárt mál. Þeir eru orðnir svolítið margir og við bara kunnum þetta,“ segir Ýmir. „Ég er ekki alveg kominn svona langt að hugsa þetta tímabil í heild sinni en það hlýtur að vera eitt það besta í sögu Vals,“ segir Orri Freyr. „Mér finnst það algjörlega geggjað og það er gaman að troða smá sokk í þessa gömlu karla í Val,“ segir Orri léttur. „Ég er ótrúlega stoltur af þessum liði, félaginu öllu og öllum þessum frábæru áhorfendum.“
Olís-deild karla Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Tólf ára sundstelpa slær í gegn Sport Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn