Rafmagnsmótorhjól með 650 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 09:47 Lightning LS-218 rafmagnsmótorhjól. Síaukin drægni á ekki bara við rafmagnsbíla heldur einnig rafmagnsmótorhjól. Lightning Motorcycles hefur framleitt mótorhjól sem kemst 650 km á fullri hleðslu. Þetta ætlar Lightning Motorcycles að sanna með því að aka hjólinu á milli Los Angeles og San Francisco seinna í sumar. Lightning Motorcycles á hraðaheimsmet á rafmagnsmótorhjóli og náði það 350 km hraða. Ennfremur á Lightning Motorcycles heimsmet í drægni rafmagnsmótorhjóla og komst 485 km árið 2015 á Zero S hjóli fyrirtækisins. Mótorhjól Lightning Motorcycles sem kemst 650 á hleðslunni er ekki enn komið í fjöldaframleiðslu heldur er aðeins um að ræða tilraunahjól sem fært er um að komast svo langa vegalengd. Lightning Motorcycles hóf framleiðslu rafmagnsmótorhjóla fyrir um 10 árum síðan, en þá breytti það Yamaha R1 hjóli í rafmagnsmótorhjól. Árið 2012 náði ökumaður á hjóli frá Lightning Motorcycles að vinna Laguna Seca FIM ePower keppnina meðal rafmagnsmótorhjóla og árið 2013 vann hjól frá Lightning Motorcycles keppni upp Pikes Peak fjallið á meðal mótorhjóla og eru þá öll mótorhjól meðtalin. Langdrægasta mótorhjól Lightning Motorcycles, Lightning LS-218 kostar 38.888 dollara, eða 3,9 milljónir króna, en fyrirtækið hyggst setja á markað minna hjól með minni drægni sem kosta á undir 20.000 dollara og ætti því að vera á færi fleiri kaupenda. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent
Síaukin drægni á ekki bara við rafmagnsbíla heldur einnig rafmagnsmótorhjól. Lightning Motorcycles hefur framleitt mótorhjól sem kemst 650 km á fullri hleðslu. Þetta ætlar Lightning Motorcycles að sanna með því að aka hjólinu á milli Los Angeles og San Francisco seinna í sumar. Lightning Motorcycles á hraðaheimsmet á rafmagnsmótorhjóli og náði það 350 km hraða. Ennfremur á Lightning Motorcycles heimsmet í drægni rafmagnsmótorhjóla og komst 485 km árið 2015 á Zero S hjóli fyrirtækisins. Mótorhjól Lightning Motorcycles sem kemst 650 á hleðslunni er ekki enn komið í fjöldaframleiðslu heldur er aðeins um að ræða tilraunahjól sem fært er um að komast svo langa vegalengd. Lightning Motorcycles hóf framleiðslu rafmagnsmótorhjóla fyrir um 10 árum síðan, en þá breytti það Yamaha R1 hjóli í rafmagnsmótorhjól. Árið 2012 náði ökumaður á hjóli frá Lightning Motorcycles að vinna Laguna Seca FIM ePower keppnina meðal rafmagnsmótorhjóla og árið 2013 vann hjól frá Lightning Motorcycles keppni upp Pikes Peak fjallið á meðal mótorhjóla og eru þá öll mótorhjól meðtalin. Langdrægasta mótorhjól Lightning Motorcycles, Lightning LS-218 kostar 38.888 dollara, eða 3,9 milljónir króna, en fyrirtækið hyggst setja á markað minna hjól með minni drægni sem kosta á undir 20.000 dollara og ætti því að vera á færi fleiri kaupenda.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent