Vilborg Arna: Ólýsanleg tilfinning að horfa yfir heiminn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2017 15:40 Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana, segir Vilborg Arna. Instagram/Vilborgarna Vilborg Arna Gissurardóttir, sem toppaði Mount Everest á dögunum fyrst íslenskra kvenna, segist orðlaus yfir öllum þeim kveðjum sem rignt hafa yfir hana undanfarna daga. Þá þakkar hún stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna sem birtir mynd af sér á toppi Everest á Facebook-síðu sinni í dag. Er þetta fyrsta myndin af Vilborgu við toppinn sem birtist almenningi.Vilborg Arna Gissurardóttir.Viilborg ArnaTilfinningarússíbani „Það er ólýsanleg tilfinning að standa á toppi veraldar og horfa yfir heiminn. Dýrmæt reynsla og eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af,“ segir Vilborg „Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana.“ Vilborg Arna toppaði Everest klukkan 3:15 aðfaranótt sunnudagsins 21. maí. Þetta var hennar þriðja tilraun við tindinn en hún er sjöundi Íslendingurinn til að komast á toppinn.Á heilanum í fimmtán ár Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt. Fjallamennska Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir, sem toppaði Mount Everest á dögunum fyrst íslenskra kvenna, segist orðlaus yfir öllum þeim kveðjum sem rignt hafa yfir hana undanfarna daga. Þá þakkar hún stuðninginn sem hún hefur fundið fyrir. „Síðustu sólarhringar hafa verið þeir mögnuðustu en jafnframt með þeim erfiðari sem ég hef upplifað,“ segir Vilborg Arna sem birtir mynd af sér á toppi Everest á Facebook-síðu sinni í dag. Er þetta fyrsta myndin af Vilborgu við toppinn sem birtist almenningi.Vilborg Arna Gissurardóttir.Viilborg ArnaTilfinningarússíbani „Það er ólýsanleg tilfinning að standa á toppi veraldar og horfa yfir heiminn. Dýrmæt reynsla og eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af,“ segir Vilborg „Hér er ég að stíga síðustu skrefin inn á toppinn með tilheyrandi tilfinninga rússíbana.“ Vilborg Arna toppaði Everest klukkan 3:15 aðfaranótt sunnudagsins 21. maí. Þetta var hennar þriðja tilraun við tindinn en hún er sjöundi Íslendingurinn til að komast á toppinn.Á heilanum í fimmtán ár Vilborg Arna reyndi fyrst við Everest vorið 2014. Hún var í grunnbúðunum þegar snjóflóð féll og sextán létust. Vorið 2015 fór hún aftur en þegar hún var rétt komin í grunnbúðirnar varð gríðarmikill jarðskjálfti. Þrjátíu manns í grunnbúðunum lét lífið og þúsundir á landsvísu. Hún var í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum þar sem hún sagði Everest vera ástríðu sína og hún hefði hugsað um þetta fjall í fimmtán ár. Everest er 8.848 metra hátt.
Fjallamennska Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Sjá meira