Kjördæmapólitík ræður vegabótum Svavar Hávarðsson skrifar 26. maí 2017 07:00 Rifflur voru settar í veginn á sínum tíma á Vesturlandsveg og Suðurlandsveg milli Hveragerðis og Selfoss. Ódýr og árangursrík aðgerð sem fækkaði alvarlegum umferðarslysum á þessum köflum verulega. vísir/pjetur Þrátt fyrir nákvæmar upplýsingar um hvar alvarleg umferðarslys verða helst í íslensku vegakerfi eru þær aðeins nýttar í undantekningartilfellum við ákvarðanatöku um vegabætur. Nýsamþykkt samgönguáætlun gerir aðeins ráð fyrir umbótum á tveimur af tuttugu slysamestu vegum landsins. Lyktar af úreltri byggðapólitík, segir sérfræðingur. „Ég vil halda því fram að við eigum að líta til slysanna miklu meira en við höfum gert. Stjórnmálamenn slá um sig og segja að vegabætur snúist um umferðaröryggi, en byggja ekki á neinu því til staðfestingar. Við gætum, byggt á þeim upplýsingum sem við höfum, fækkað alvarlegum umferðarslysum um helming á aðeins fjórum árum með því að beina fjármagni þangað sem flest alvarlegustu slysin verða,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.Ólafur Kr. GuðmundssonÓlafur bendir á að ný samgönguáætlun sýni þessa sögu með afgerandi hætti, þegar 20 slysamestu vegir landsins eru skoðaðir. Einu bæturnar sem verða gerðar á stöðunum á þessum sorglega lista á næstunni eru mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg og lagfæringar á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli. „Allir aðrir stórir slysavegir á landinu fá ekkert til úrbóta og engar tengingar gerðar milli slysa og fjárframlaga. Megnið af fjárveitingum til nýframkvæmda er að renna í einkagöng á Bakka við Húsavík, sem almenningur fær ekki að nota, og Vaðlaheiðargöng, sem bætir ekki umferðaröryggi svo að neinu nemur,“ segir Ólafur. Hann bætir við, þegar mannleg eymd er tekin út fyrir sviga, að á hverju ári missi íslenskt samfélag tæplega 200 manns vegna alvarlegra umferðarslysa. Árið 2016 voru þeir 233 sem létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni. Meðaltal síðustu 10 ára eru 193 einstaklingar. Á 20 slysamestu vegum landsins urðu á sex ára tímabili – 2009 til 2014 – 462 slys, þar af 232 alvarleg og banaslys, eða helmingur. Þó eru þessir vegakaflar ekki nema 551 kílómetri af vegakerfinu. Tíu slysamestu vegirnir eru ekki nema 194 kílómetrar, flestir í nágrenni við og á höfuðborgarsvæðinu. Margir þeirra eru í ágætu lagi, en með veikleikum sem enginn vandi er að laga ef vilji er til, segir Ólafur, og nefnir verkefni eins og að klára Reykjanesbrautina, Vesturlandsveginn og Suðurlandsveg – en þessar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu hefur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, nefnt að bæta mætti með stórum framkvæmdum næstu árin og fjármagna þær með veggjöldum. Stærstu gloppurnar eru þó ljósastýrðu gatnamótin í þéttbýli, að sögn Ólafs. Þar verða flest verstu slysin. „Öll 20 slysamestu gatnamót landsins eru á höfuðborgarsvæðinu og engin áform eru um að laga þau, og reyndar staðið gegn því, eins og á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, þar sem allt er klárt af hendi Vegagerðarinnar, en þeir fá ekki að framkvæma vegna andstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur,“ segir Ólafur. „Það blasir við að niðurröðun verkefna í vegamálum ákvarðast af gamaldags byggðapólitík og kreddum, en ekki rökum og staðreyndum um umferðaröryggi. Þetta er þjóðhagslegt tap sem jafngildir tveimur til þremur prósentum af landsframleiðslu á hverju einasta ári. Okkur vantar að gera markvissa áætlun í þessu efni, eins og aðrar þjóðir gera. Setja alvöru markmið, byggt á tölfræði og faglegri nálgun. Það gera aðrar þjóðir og eru að ná miklu meiri árangri en við. Samt eru allar forsendur hér fyrir hendi, en ekki notaðar af stjórnmálamönnum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Þrátt fyrir nákvæmar upplýsingar um hvar alvarleg umferðarslys verða helst í íslensku vegakerfi eru þær aðeins nýttar í undantekningartilfellum við ákvarðanatöku um vegabætur. Nýsamþykkt samgönguáætlun gerir aðeins ráð fyrir umbótum á tveimur af tuttugu slysamestu vegum landsins. Lyktar af úreltri byggðapólitík, segir sérfræðingur. „Ég vil halda því fram að við eigum að líta til slysanna miklu meira en við höfum gert. Stjórnmálamenn slá um sig og segja að vegabætur snúist um umferðaröryggi, en byggja ekki á neinu því til staðfestingar. Við gætum, byggt á þeim upplýsingum sem við höfum, fækkað alvarlegum umferðarslysum um helming á aðeins fjórum árum með því að beina fjármagni þangað sem flest alvarlegustu slysin verða,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi.Ólafur Kr. GuðmundssonÓlafur bendir á að ný samgönguáætlun sýni þessa sögu með afgerandi hætti, þegar 20 slysamestu vegir landsins eru skoðaðir. Einu bæturnar sem verða gerðar á stöðunum á þessum sorglega lista á næstunni eru mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg og lagfæringar á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli. „Allir aðrir stórir slysavegir á landinu fá ekkert til úrbóta og engar tengingar gerðar milli slysa og fjárframlaga. Megnið af fjárveitingum til nýframkvæmda er að renna í einkagöng á Bakka við Húsavík, sem almenningur fær ekki að nota, og Vaðlaheiðargöng, sem bætir ekki umferðaröryggi svo að neinu nemur,“ segir Ólafur. Hann bætir við, þegar mannleg eymd er tekin út fyrir sviga, að á hverju ári missi íslenskt samfélag tæplega 200 manns vegna alvarlegra umferðarslysa. Árið 2016 voru þeir 233 sem létust eða slösuðust alvarlega í umferðinni. Meðaltal síðustu 10 ára eru 193 einstaklingar. Á 20 slysamestu vegum landsins urðu á sex ára tímabili – 2009 til 2014 – 462 slys, þar af 232 alvarleg og banaslys, eða helmingur. Þó eru þessir vegakaflar ekki nema 551 kílómetri af vegakerfinu. Tíu slysamestu vegirnir eru ekki nema 194 kílómetrar, flestir í nágrenni við og á höfuðborgarsvæðinu. Margir þeirra eru í ágætu lagi, en með veikleikum sem enginn vandi er að laga ef vilji er til, segir Ólafur, og nefnir verkefni eins og að klára Reykjanesbrautina, Vesturlandsveginn og Suðurlandsveg – en þessar leiðir út frá höfuðborgarsvæðinu hefur Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, nefnt að bæta mætti með stórum framkvæmdum næstu árin og fjármagna þær með veggjöldum. Stærstu gloppurnar eru þó ljósastýrðu gatnamótin í þéttbýli, að sögn Ólafs. Þar verða flest verstu slysin. „Öll 20 slysamestu gatnamót landsins eru á höfuðborgarsvæðinu og engin áform eru um að laga þau, og reyndar staðið gegn því, eins og á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, þar sem allt er klárt af hendi Vegagerðarinnar, en þeir fá ekki að framkvæma vegna andstöðu meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur,“ segir Ólafur. „Það blasir við að niðurröðun verkefna í vegamálum ákvarðast af gamaldags byggðapólitík og kreddum, en ekki rökum og staðreyndum um umferðaröryggi. Þetta er þjóðhagslegt tap sem jafngildir tveimur til þremur prósentum af landsframleiðslu á hverju einasta ári. Okkur vantar að gera markvissa áætlun í þessu efni, eins og aðrar þjóðir gera. Setja alvöru markmið, byggt á tölfræði og faglegri nálgun. Það gera aðrar þjóðir og eru að ná miklu meiri árangri en við. Samt eru allar forsendur hér fyrir hendi, en ekki notaðar af stjórnmálamönnum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira