Valentino Rossi á spítala eftir motocross slys Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 10:16 Valentino Rossi. Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent
Hinn sigursæli MotoGP ökumaður Valentino Rossi var fluttur á sjúkrahús eftir óhapp sem hann lenti í á æfingu á Cross Club Cavallara motocross brautinni á Ítalíu. Rossi varð fyrir áverkum á brjósti og kvið, en hann virðist ekki hafa brotið nein bein í óhappinu. Hinn 38 ára gamli Ítali Valentino Rossi er nú þriðji í MotoGP mótorhjólamótaröðinni og einum 23 stigum á eftir Maverick Vinales. Í síðustu MotoGP keppni datt Rossi í síðasta hring keppninnar eftir mikil átök við Vinales um forystuna og við það jókst forusta Vinales í heildarstigakeppninni mikið. Ekki er ljóst hvort að Rossi getur keppt í næstu MotoGP keppni.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent