Rafmagnsbílar verða ódýrari en bílar með brunavélar innan áratugar Finnur Thorlacius skrifar 26. maí 2017 13:04 Renault Zoe rafmagnsbíllinn. Áhersla flestra bílaframleiðenda þessi misserin er á framleiðslu rafmagnsbíla og slíkum bílum hefur fjölgað mjög hvort sem þeir eru tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Slíkir bílar hafa þó verið dýrari í framleiðslu og kaupum en hefbundnir brunabílar fram að þessu og verður svo í nokkur ár í viðbót. Því er þó spáð að rafmagnsbílar verði orðnir ódýrari en bílar með brunavélar innan áratugar. Bloomberg New Energy Finance spáir því að með hríðlækkandi verði á rafhlöðum í bíla, sem nú eru um helmingur kostnaðar við framleiðslu þeirra, verði verð þeirra orðið lægra en á brunabílum árið 2025, eins og sjá má á grafinu hér að neðan. Árið 2030 mun talsverðu muna á verði rafmagnsbíla samanborið við bíla með brunavélar og þá má búast við að þeir verði að miklu leiti búnir að leysa þá af hólmi, með afara jákvæðum áhrifum á umhverfið. Bloomberg spáir því að verð á rafhlöðum muni falla um 77% frá árinu 2016 til 2030. Renault, sem framleiðir smá Zoe rafmagnsbílinn, vill meina að svo snemma sem árið 2020 verði eignarhald á þeim bíl verða ódýrara en í brunabíl af sömu stærð. Er þá einnig tekið tillit til reksturs bílsins, því mikið sparast á líftíma hans við ódýrari kaup á rafmagni en bensíns eða dísilolíu.Rafmagnsbílar verða orðnir ódýrari árið 2015. Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Áhersla flestra bílaframleiðenda þessi misserin er á framleiðslu rafmagnsbíla og slíkum bílum hefur fjölgað mjög hvort sem þeir eru tengiltvinnbílar eða hreinræktaðir rafmagnsbílar. Slíkir bílar hafa þó verið dýrari í framleiðslu og kaupum en hefbundnir brunabílar fram að þessu og verður svo í nokkur ár í viðbót. Því er þó spáð að rafmagnsbílar verði orðnir ódýrari en bílar með brunavélar innan áratugar. Bloomberg New Energy Finance spáir því að með hríðlækkandi verði á rafhlöðum í bíla, sem nú eru um helmingur kostnaðar við framleiðslu þeirra, verði verð þeirra orðið lægra en á brunabílum árið 2025, eins og sjá má á grafinu hér að neðan. Árið 2030 mun talsverðu muna á verði rafmagnsbíla samanborið við bíla með brunavélar og þá má búast við að þeir verði að miklu leiti búnir að leysa þá af hólmi, með afara jákvæðum áhrifum á umhverfið. Bloomberg spáir því að verð á rafhlöðum muni falla um 77% frá árinu 2016 til 2030. Renault, sem framleiðir smá Zoe rafmagnsbílinn, vill meina að svo snemma sem árið 2020 verði eignarhald á þeim bíl verða ódýrara en í brunabíl af sömu stærð. Er þá einnig tekið tillit til reksturs bílsins, því mikið sparast á líftíma hans við ódýrari kaup á rafmagni en bensíns eða dísilolíu.Rafmagnsbílar verða orðnir ódýrari árið 2015.
Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent