Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 16:05 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51