Húsbækur fylgi með húsnæðiskaupum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. maí 2017 20:00 Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Tjón af völdum myglusvepps, veggjatítlna eða annarra óboðinna gesta í hýbýlum manna eru ekki skráð með neinum hætti og ómögulegt er því að átta sig á umfangi vandans. Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands telur að húsbækur ættu að fylgja með íbúðarkaupum á sama hátt og viðhaldsbækur fylgja bílum. Veggjatítlur og myglusveppur voru umræðuefnið á ráðstefnu sem fjármála- og efnahagsráðuneytið stóð fyrir í dag. Fólk sem verður fyrir tjóni af völdum þessara vágesta fellur utan tryggingakerfisins ef tjónið má ekki rekja til galla eða framkvæmda. Þar sem tjónið fæst ekki bætt hefur húseigendum sem uppgötva vandamál sem þessi verið ráðlagt að selja frá sér eignina í stað þess að ráðast að vandanum. Að öðrum kosti yrði eignin mögulega óseljanleg sem „veggjatítluhúsið". Engar kerfisbreytingar eru fyrirhugaðar en framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands telur nauðsynlegt að bæta upplýsingagjöf. Telur hún að svokallaðar húsbækur gætu leyst hluta vandans þar sem mögulegir kaupendur gætu leitað upplýsinga um fyrri framkvæmdir. „Að viðhaldsbækur fylgi húsum rétt eins og bílum, þannig að við getum áttað okkur á því hvaða framkvæmdir hafa farið fram, hvaða iðnaðarmenn unnu þær og svo framvegis. Vegna þess að í þeim tilvikum sem viðkomandi hönnuður eða framkvæmdaraðili ber ábyrgð, þá verðum við að vita hver framkvæmdi verkið," segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.Engin skráning Tjón sem þessi eru ekki skráð með neinum hætti en dósent við Háskóla Íslands reyndi að safna tölfræði með því að skoða umfjöllun í fjölmiðlum. Samkvæmt því hefur umfjöllun um myglusvepp stóraukist en þarna getur verið um að ræða sama tilvikið mun oftar en einu sinni. Við uppflettingu á vefsíðunni Tímarit.is fann hann 16 fréttir um myglusvepp í hýbýlum á árunum 2000 til 2009. Á árunum 2010 til 2017 voru þær hins vegar 160. „Þetta er náttúrulega fáránleg staða. Að þetta sé það skásta sem ég finn; Að leita af greinum sem birtast í dagblöðum. Auðvitað á að vera hægt að sjá hver er þróunin og þá gætu menn fundið hvers vegna þetta er að gerast. Er þetta að breytast og hver eru hugsanleg áhrif hnattrænnar hlýnunar," segir Björn Marteinsson, verkfræðingur og dósent við Háskóla Íslands. Leita má þó einhverra vísbendinga í tölfræði fyrirtækis sem sérhæfir sig í að leita eftir myglusvepp í húsnæði hér á landi en það hefur skoðað um sjö þúsund hús og er er áætlaður viðgerðarkostanaður um tuttugu milljarðar króna. „Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum þá vitum við ekkert hvar hann minnkar. Við höfum ekki hugmynd um hvað er búið að greina stóran hluta af vandamálinu," segir Björn.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira