Sakar ráðherra um tilraun til ólögmætrar embættisfærslu í opnu bréfi til forseta Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. maí 2017 22:53 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, afhendir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, tillögu sína í dag. mynd/alþingi Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og einn þeirra fimmtán umsækjenda sem hæfnisnefnd mat hæfasta til að taka sæti dómara við Landsrétt, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, gera tilraun til að afla sér heimildar Alþingis fyrir ólögmætri embættisfærslu með tillögu um skipan dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í opnu bréfi sem Ástráður hefur ritað Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis, en Sigríður afhenti forsetanum tillögu sína um skipan dómara við Landsrétt í dag. Fjórir af þeim sem nefndin mat hæfasta hljóta ekki náð fyrir augum ráðherrans en auk Ástráðs eru það þeir Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður og Jón Höskuldsson héraðsdómari. Í staðinn leggur Sigríður til að þau Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari, Ásmundur Helgason, héraðsdómari, Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, og Ragnheiður Bragadóttir héraðsdómari, verði skipuð en þau voru ekki á lista nefndarinnar yfir hæfustu einstaklingana til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Í bréfi Ástráðs kemur fram að hann telji skipan Sigríðar ekki í samræmi við bráðabirgðaákvæði í lögum um dómstóla þar sem hún gerir tillögu um hóp fólks en ekki um hvern og einn í embætti dómara. Því beri að hafna tillögu ráðherrans þar sem ákvæðið kveði á um að greiða eigi atkvæði um hverja og eina tillögu. Þar að auki sé ráðherrann bundinn af því að ekki séu gerðar minni kröfur til hans um rökstuðning og innbyrðis samanburð umsækjenda en hjá dómnefndinni. „Rökstuðningur ráðherra getur ekki verið á almennum nótum eða tekið til hóps manna sameiginlega eins og dómsmálaráðherra hefur teflt fram. Ráðherra verður að rökstyðja sérstaklega fyrir hvern nafngreindan umsækjanda sem dómnefnd hefur talið hæfastana hvers vegna ráðherra leggur til að viðkomandi verði ekki skipaður og gera rökstudda tillögu um annan nafngreindan umsækjanda í staðinn,“ segir í bréfi Ástráðs en það má sjá í heild í viðhengi neðst í fréttinni. Þá gagnrýndi Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, Sigríði harðlega í tíufréttum RÚV og sagði hana brjóta lög með því að leggja til að aðrir en þeir sem nefndin mat hæfasta verði skipaðir í embætti dómara við réttinn.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómari og eiginkona Brynjars Níelssonar, var ekki metin á meðal fimmtán hæfustu. Sigríður Á. Andersen skipaði hana þó dómara. 29. maí 2017 12:09