Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti 10. maí 2017 10:15 Aðalsteinn er fluttur aftur í Eyjafjörðinn. Sýningin byggist upp á hlutum úr eigin neyslu sem venjulega er hent, því sem gengur af,“ segir Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður á Akureyri, um sýninguna Einkasafnið sem hann opnaði í Ketilhúsinu síðasta laugardag. Síðan lýsir hann því stuttlega sem þar ber fyrir augu. „Mesta áherslan er á klæðnað en þar eru líka sýnishorn af hinu og þessu, notaðir kaffipokar, umbúðir – staflar af umbúðum. Ég reyni að hafa þetta snyrtilegt og merki hvenær verkið er innsiglað.“Kaffipokar gegna þýðingarmiklu hlutverki á sýningu Aðalsteins.Sýningin Einkasafnið er stöðutaka í maí 2017 en um langtímaverkefni er að ræða sem staðið hefur yfir frá 2002, að sögn Aðalsteins. Hann kveðst líka vera með ljósmyndir af ýmsu sem hann hefur búið til í sama anda og nefnir kaffipokafjall úti í náttúrunni. „Ég safnaði pokum og bjó til það sem ég kallaði píramída en var náttúrlega haugur. Það tengist allt hugmyndinni um að kíkja á hvað gerist þegar eitthvað verður afgangs. Þetta safn stækkar jafnt og þétt en frekar rólega. En lífræni hlutinn er fyrst og fremst á ljósmyndum. Ég hef ekki farið út í að safna matarleifum í kringum mig hér í Ketilhúsinu. Þeim gæti fylgt lykt og líf!“Munir er meðal verka á Einkasafni Aðalsteins.Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Hann lærði við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður í Hollandi í nítján ár, lengst af í Rotterdam og þar urðu flest listaverkin til. En í fyrravor flutti hann heim í Eyjafjörðinn, hvað kom til? „Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti. Stundum er gaman að kunna málið og hafa sama sans fyrir tilverunni og aðrir í sama umhverfi,“ svarar hann glaðlega. Þegar haft er orð á að hann hafi varðveitt vel norðlenska framburðinn og ætti að geta fallið inn í bæjarbraginn þess vegna segir hann: „Já, maður gerir það nú alltaf að einhverju leyti en sem listamaður líka svolítið á skjön.“ Sýningin Einkasafnið stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýningin byggist upp á hlutum úr eigin neyslu sem venjulega er hent, því sem gengur af,“ segir Aðalsteinn Þórsson, myndlistarmaður á Akureyri, um sýninguna Einkasafnið sem hann opnaði í Ketilhúsinu síðasta laugardag. Síðan lýsir hann því stuttlega sem þar ber fyrir augu. „Mesta áherslan er á klæðnað en þar eru líka sýnishorn af hinu og þessu, notaðir kaffipokar, umbúðir – staflar af umbúðum. Ég reyni að hafa þetta snyrtilegt og merki hvenær verkið er innsiglað.“Kaffipokar gegna þýðingarmiklu hlutverki á sýningu Aðalsteins.Sýningin Einkasafnið er stöðutaka í maí 2017 en um langtímaverkefni er að ræða sem staðið hefur yfir frá 2002, að sögn Aðalsteins. Hann kveðst líka vera með ljósmyndir af ýmsu sem hann hefur búið til í sama anda og nefnir kaffipokafjall úti í náttúrunni. „Ég safnaði pokum og bjó til það sem ég kallaði píramída en var náttúrlega haugur. Það tengist allt hugmyndinni um að kíkja á hvað gerist þegar eitthvað verður afgangs. Þetta safn stækkar jafnt og þétt en frekar rólega. En lífræni hlutinn er fyrst og fremst á ljósmyndum. Ég hef ekki farið út í að safna matarleifum í kringum mig hér í Ketilhúsinu. Þeim gæti fylgt lykt og líf!“Munir er meðal verka á Einkasafni Aðalsteins.Aðalsteinn er þekktur fyrir fjölbreytni í efnisnotkun og vinnubrögðum. Hann lærði við Myndlistaskólann á Akureyri og síðar í Hollandi þar sem hann útskrifaðist með Master of Arts gráðu frá Dutch Art Institute 1998. Hann hefur starfað sem myndlistarmaður í Hollandi í nítján ár, lengst af í Rotterdam og þar urðu flest listaverkin til. En í fyrravor flutti hann heim í Eyjafjörðinn, hvað kom til? „Það er bara skemmtilegra á Íslandi en úti. Stundum er gaman að kunna málið og hafa sama sans fyrir tilverunni og aðrir í sama umhverfi,“ svarar hann glaðlega. Þegar haft er orð á að hann hafi varðveitt vel norðlenska framburðinn og ætti að geta fallið inn í bæjarbraginn þess vegna segir hann: „Já, maður gerir það nú alltaf að einhverju leyti en sem listamaður líka svolítið á skjön.“ Sýningin Einkasafnið stendur til sunnudagsins 28. maí og verður opin þriðjudaga til sunnudaga frá klukkan 12 til 17. Aðgangur er ókeypis.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp