Alþingi hafi lokaorðið varðandi breytt rekstrarform framhaldsskóla Heimir Már Pétursson skrifar 10. maí 2017 13:10 Rekstrarfélag Tækniskólans er í eigu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samorku og Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram frumvarp sem gerir ráð fyrir að ekki sé hægt að breyta rekstrarformi framhaldsskóla án þess að Alþingi samþykki rökstudda þingsályktun um það. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir breytingar sem þessar ekki mega ráðast af tilfinningum ráðherra hverju sinni. Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um framhaldsskóla ásamt öðrum þingmönnum flokksins og þingmönnum úr hinum stjórnarandstöðuflokkunum. Frumvarpið er einfalt og bætir tveimur nýjum málsgreinum við gildandi lög um framhaldsskóla. Þar segir að ef færa eigi opinberan framhaldsskóla í annar rekstrarform þurfi að leggja fram þingsályktunartillögu um það á Alþingi. Þá verði framhaldsskólar ekki reknir með fjárhagslegan ágóða að markmiði og óheimilt að greiða arð af rekstri þeirra. Þannig er það reyndar í rekstri Tækniskólans í dag sem er í eigu nokkurra samtaka í atvinnulífinu.Oddný G. Harðardóttir.vísir/AntonOddný segir engu að síður mikilvægt að skýra lagaumhverfið hvað þessi mál varðar. „Og það kemur svo skýrt í ljós í þessari hugmynd menntamálaráðherrans um að renna Fjölbrautaskólanum við Ármúla undir Tækniskólann sem er einkarekinn skóli, og taka þarna tvo stönduga, sjálfbæra skóla og renna þeim saman án allrar faglegra og rekstrarlega rökskýringa,“ segir Oddný. Á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis í gær þar sem Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sat fyrir svörum nefndarfólks vegna mögulegrar sameiningar Tækniskólans og Fjölbrautaskólans við Ármúla, ítrekaði ráðherrann að ákvörðunarvaldið í þessum efnum væri hjá ráðherra. „Lagaumhverfið er þannig að þetta getur ráðherra ákveðið sjálfur. En með frumvarpinu leggjum við til að það þurfi að ræða það á Alþingi, það þurfi ályktun Alþingis, ef fara á þessa leið og ráðherra þurfi að rökstyðja breytinguna mjög vel,“ segir Oddný. Ein af rökum menntamálaráðherra fyrir sameiningu skólanna er að þeir leggi báðir mikla áherslu á verknám og því gæti orðið hagræði af sameiningu þeirra. Oddný segir engin rök hafa verið færð fram fyrir þessu. Tækniskólinn leggi áherslu á iðn- og tæknigreinar en Ármúli á heilbrigðisgreinar og erfitt að sjá að Tækniskólinn geti gert það betur. Ástæða sé til að óttast fordæmisgildi ákvörðunar ráðherrans þar sem framhaldsskólarnir séu samfélagslega mikilvægir og hornsteinar byggða. Þess vegna verði Alþingi að koma að málum. „Og ráðherrann að koma með stefnu,áætlanir. Bæði faglegar og rekstrarlegar. Það má ekki byggja á einhverri tilfinningu ráðherrans um að hugsanlega muni það ganga betur að sameina skóla eða einkavæða skóla. Það þurfi að vera fyrir því góð rök,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Tengdar fréttir Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23 Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45 Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00 Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00 Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Unnið að sameiningu Tækniskólans og Fjölbrautarskólans við Ármúla Unnið er að sameiningu Fjölbrautaskólans við Ármúla og Tækniskólans. Stefnt er að því að skólarnir verði sameinaðir á næstunni, 4. maí 2017 10:23
Menntamálaráðherra segir eðlilegt að skoða sameiningu framhaldsskóla Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hafa viðræður staðið yfir frá því í febrúar milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna strax næsta haust. 4. maí 2017 19:45
Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. 6. maí 2017 07:00
Kennarar FÁ slegnir: „Fyrst og fremst ósátt við alla þessa óvissu og þessa leyndarhyggju“ Viðræður milli menntamálaráðuneytisins, Tækniskóla Íslands og Fjölbrautaskólans við Ármúla um sameiningu skólanna hafa staðið yfir frá því í febrúar. 5. maí 2017 21:00
Menntamálaráðherra gerir ráð fyrir að kjör kennara FÁ haldist óbreytt Segir ekki verið að einkavæða Fjölbrautaskólann við Ármúla verði hann sameinaður rekstri Tækniskólans. 9. maí 2017 19:00