Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 10:53 Kristian Kostov, fulltrúi Búlgaríu í Eurovision í ár. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni. Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni.
Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Fleiri fréttir Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Sjá meira
Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00