Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 10:53 Kristian Kostov, fulltrúi Búlgaríu í Eurovision í ár. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni. Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni.
Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00