Búlgarski keppandinn söng á Krímskaga en verður ekki rekinn úr Eurovision Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2017 10:53 Kristian Kostov, fulltrúi Búlgaríu í Eurovision í ár. Vísir/EPA Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni. Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Yfirvöld í Úkraínu hafa gefið út að heimsókn búlgarska Eurovision-keppandans Kristian Kostov á Krímskaga hafi ekki verið ólögleg. Búlgaría var eitt af tíu löndum sem fóru áfram upp úr seinni undanriðli Eurovision, sem er haldið í Kænugarði í Úkraínu, í gærkvöldi og vakti mikla hrifningu hjá íslenskum áhorfendum ef marka má íslenska umræðuvettvanginn #12stig á Twitter. Fræðingar og veðbankar eru bjartsýnir á gengi Kostov í úrslitunum og hefur honum verið spáð allt að þriðja sætinu í keppninni. Krímskagi tilheyrði áður Úkraínu en Rússar innlimuðu skagann fyrir þremur árum. Þessi spenna milli Úkraínu og Rússlands hefur smitað yfir í Eurovision, sem bannar alla pólitík í keppninni, en sigurlag Úkraínu í Eurovision í fyrra fjallaði einmitt um yfirgang Rússa. Rússa drógu sig úr Eurovision í ár eftir að yfirvöld í Rússlandi hótuðu að handtaka fulltrúa þeirra í Eurovision ef hann kæmi til Úkraínu. Ástæðan var sú að fulltrúinn, Julia Samoylova, hafði heimsótt Krímskaga árið 2015 og sungið þar á tónleikum.Var á Krímskaga í júní árið 2014 Greint er frá því á vef Reuters að yfirvöld í Úkraínu hefðu gefið það út í gær að heimsókn hins búlgarska Kostov á Krímskaga hefði ekki verið ólögleg. Eru yfirvöld í Úkraínu sögð þannig hafa komið í veg fyrir að þurfa að reka Kostov úr Eurovision og skapa þannig miklar pólitískar deilur enn á ný í keppni sem bannar alla pólitík. Reuters greinir frá því að myndband hafi gengið um samfélagsmiðla og í fjölmiðlum í Úkraínu sem sýndi Kostov syngja á tónleikum á Krímskaga í júní árið 2014, þremur mánuðum eftir að Rússar höfðu innlimað skagann. Haft er eftir talsmanni landamæraeftirlits Úkraínu að hvorki eftirlitið né aðrar eftirlitsstofnanir í Úkraínu hefðu haft vitneskju af nokkurskonar heimsókn Kostov á Krímskaga sem færi gegn lögum í Úkraínu, áður en hann kom til Kænugarðs í ár til að taka þátt í Eurovision.Kostov var fjórtán ára gamall þegar hann heimsótti Krímskaga fyrir þremur árum.Vísir/EPAVar fjórtán ára gamall Talsmaðurinn, Oleh Slobodya, segir Kostov, sem er sautján ára gamall í dag, ekki hafa brotið lög ef hann var undir lögaldri þegar hann heimsótti Krímskaga, en líkt og áður kom fram var hann fjórtán ára þegar umrædd heimsókn átti að hafa átt sér stað. Þá var heimsókn hans ekki ólögleg ef þetta ákvæði í lögum Úkraínu hafði ekki tekið gildi, en þar er útlendingum bannað að heimsækja Krímskaga nema með sérstöku leyfi frá yfirvöldum í Úkraínu. Julia Samoylova, fulltrúi Rússa, hafði ekki slíkt leyfi. Í yfirlýsingu frá Eurovision-nefnd Búlgaríu kemur fram að Kostov hafi heimsótt Krímskaga þegar hann var fjórtán ára gamall, en heimsóknin hafi aðeins staðið yfir í þrjár klukkustundir og var hluti af framkomu hans með tónlistarhópi barna.Sagður hetja Rússa Rússneski söngvarinn Dima Bilan, sem vann Eurovision árið 2008, hvatti fylgjendur sína á Instagram, sem eru um 1,9 milljónir talsins, til að kjósa Kostov í gær. „Hann er fulltrúi Búlgaríu, en er hetjan okkar,“ sagði Bilan í Instagram-færslunni.
Eurovision Tengdar fréttir Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00 Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Þessar tíu þjóðir komust upp úr seinni undanriðli Eurovision Norðmenn og Danir komust í úrslit. 11. maí 2017 21:00
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00