Trump ræddi þrívegis við Comey um mögulega rannsókn FBI á forsetanum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 20:00 Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna hefur farið hamförum á Twitter eftir að hann rak forstjóra Alríkislögreglunnar úr embætti á miðvikudag. Forsetinn segir eins gott að forstjórinn fyrrverandi geri ráð fyrir að hljóðupptökur séu til af fundum þeirra, áður en hann byrji að leka upplýsingum til fjölmiðla. Donald Trump óttast greinilega að dragast inn í rannsókn bandarísku Alríkislögreglunnar, FBI, á tengslum starfsmanna framboðs hans til forseta við rússnesk stjórnvöld og rússnesku leyniþjónustuna. Í viðtali við Lester Holt fréttamann sjónvarpsstöðvarinnar NBC í gærkvöldi sagði forsetinn Kosningastofnun Bandaríkjanna hafa allar upplýsingar um hann á hundruðum blaðsíðna. Þar komi fram að hann hafi engin tengsl við Rússland og hann hafi ekki tekið nein lán í Rússlandi. „Ég átti í samningum í nokkur ár þar sem ég seldi mjög efnuðum Rússa hús, fyrir mörgum árum. Ég átti Ungfrú heimur keppnina um langt skeið og keppnin fór fram í Moskvu fyrir löngu. En þar fyrir utan hef ég ekkert með Rússland að gera,“ sagði Trump Það hefur líka farið tvennum sögum af því hvernig James Comey forstjóri FBI var rekinn á miðvikudag. Upplýsingafulltrúi Hvíta hússins sagði forsetann hafa rekið Comey að ósk Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra. En Trump segist sjálfur hafa átt frumkvæði að því að reka Comey. „FBI hefur verið í uppnámi. Þú veist það, ég veit það, það vita það allir. Ef þú skoðar hvernig FBI var fyrir ári, þar var allt í uppnámi, fyrir innan við ári. FBI hefur ekki batnað eftir það,“ sagði forsetinnLester Holt spurði forsetann út í brottrekstrarbréf hans til Comey.Þú skrifar: „Ég kann mjög vel að meta að þú hefur upplýst mig þrívegis að ég lúti ekki rannsókn.“ – Hvers vegna settir þú þetta í bréfið? „Vegna þess að hann sagði mér þetta. Ég meina, hann sagði þetta.“Þrátt fyrir...? „Já, og ég hef heyrt þetta frá öðrum held ég.“Var það í símtali, hittust þið maður á mann? „Ég átti kvöldverð með honum. Hann vildi koma til kvöldverðar, hann vildi halda í starfið. Við áttum mjög ánægjulegan kvöldverð í Hvíta húsinu.“Bað hann um kvöldverð? „Kvöldverður var skipulagður, ég held að hann hafi óskað eftir honum. Og hann vildi halda áfram sem leiðtogi FBI,“ sagði Trump. Forsetinn segir að Comey hafi einnig staðfest tvívegis í síma að forsetinn sætti ekki rannsókn að hálfu FBI.Hringdir þú í hann? „Uhh í eitt skipti hringdi ég í hann og í annað skipti hringdi hann til mín.“Og spurðir þú „sæti ég rannsókn?“ „Já ég beinlínis gerði það. Ég sagði ef það er mögulegt myndir þú láta mig vita, sæti ég rannsókn. Hann sagði þú ert ekki til rannsóknar.“En hann (Comey) hefur gefið eiðsvarinn vitnisburð um að það sé í gangi rannsókn á kosningabaráttu Trump og mögulegu samsæri með rússneskum stjórnvöldum? Þú varst í aðalhlutverki kosningabaráttunnar, þannig að var hann að segja satt þegar hann sagði þig ekki til rannsóknar? „Sko, allt sem ég get sagt við þig, sko ég veit hvað, ég veit að ég er ekki til rannsóknar. Ég persónulega. Ég er ekki að tala um kosningabaráttuna (teymið). Ég er ekki að tala um neitt annað. Ég sæti ekki rannsókn,“ sagði Trump. Forsetinn virðist engu að síður óttast að Comey leki upplýsingum um samtöl þeirra í fjölmiðla, því hann var varla vaknaður í morgun þegar hann skrifaði á Twitter: „Það er eins gott að Comey geri ráð fyrir að það séu engin hljóðbönd af samtölum okkar áður en hann fer að leka í fjölmiðla.“ James Comey better hope that there are no "tapes" of our conversations before he starts leaking to the press!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Trump varar Comey við að leka gögnum 12. maí 2017 12:58 Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12 Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10 Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ólíkar útskýringar Hvíta hússins á brottrekstri Comey Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur á síðustu dögum gefið ólíkar útskýringar á ástæðum brottrekstrar James Comey, forstjóra FBI. 12. maí 2017 10:12
Trump ítrekaði að hann væri sjálfur ekki til rannsóknar Donald Trump fullyrti í viðtali við NBC að hann hafi sjálfur ákveðið að James Comey yrði rekinn. 12. maí 2017 08:10
Ætlaði sér alltaf að reka Comey Donald Trump segir yfirmann FBI vera monthana og segist hafa spurt Comey hvort hann væri til rannsóknar. 11. maí 2017 17:50