Tæplega helmingur þjóðarinnar fengið vegabréf á tveimur árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. maí 2017 19:00 Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir. Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Íslendingar ferðast mun meira til útlanda nú en á árunum eftir hrun sem kemur fram í mikilli aukningu á útgáfu vegabréfa. En um 140 þúsund vegabréf hafa verið gefin út síðast liðin tvö ár. Forgangsraða þarf útgáfu vegabréfa næsta mánuðinn vegna bruna hjá þeim sem framleiðir þau í Kanada. Þjóðskrá Íslands átti von á þrjátíu þúsund vegabréfum í byrjun þessa mánaðar. En sú afhending tefst vegna bruna hjá framleiðandanum í Kanada. Enginn ætti þó að lenda í vandræðum vegna þessa. „Við erum með nokkur þúsund vegabréf á lager sem samanstendur af bæði almennum vegabréfum og neyðarvegabréfum. Það er alveg nægjanlegt til þess að sinna öllum þeim umsóknum sem eru komnar og sem munu koma fram í miðjan júní,“ segir Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóðskrár Íslands. En til að koma í veg fyrir að enginn lendi í því að fá ekki vegabréf tímalega fyrir brottför til útlanda tóku nýjar reglur tímabundið gildi í dag varðandi afgreiðslu vegabréfa. Þeir sem eru á leið til Evrópu fyrir 10 júní munu fá svo kallað neyðarvegabréf gefið út til skamms tíma en þeir sem eru að fara til landa utan Evrópu og þá sérstaklega til Bandaríkjanna, fá almennt vegabréf. Þá verða þeir sem þurfa vegabréf á næstu vikum að sækja um það fyrst á heimasíðu Þjóðskrár. „Við breytum í raun og veru útgáfuferli vegabréfa. Í stað þess að gefa út vegabréf eftir umsóknardeginum verða vegabréf gefin út eftir brottfarardegi,“ segir Margrét. Eftirspurn eftir vegabréfum hefur aukist á undanförnum árum með meiri kaupmætti, þannig voru gefin út 70 þúsund vegabréf árið 2015 og 71 þúsund í fyrra, eða 141 þúsund vegabréf á tveimur árum.Þannig að þið finnið fyrir því að fólk er að ferðast meira? „Já, já það er alveg augljóst mál. Hefur verið allt árið í fyrra og kippurinn byrjaði eiginlega árið 2015,“ segir Margrét Hauksdóttir.
Tengdar fréttir Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30 Svona lítur neyðarvegabréfið út Upplýsingar eru handskrifaðar. 12. maí 2017 14:57 Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Fleiri fréttir Ríkið sakfellt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Útgáfu vegabréfa forgangsraðað eftir brottfarardegi Þjóðskrá Íslands mun forgangsraða útgáfu nýrra vegabréfa næstu fjórar vikurnar eftir áætlaðri brottför fólks til annarra landa, vegna skorts á nýjum vegabréfum. Forstjóri Þjóðskrár segir að enginn þurfi þó að óttast að fá ekki vegabréf í tíma þótt sumir verði að láta sér neyðarvegabréf duga. 12. maí 2017 12:30
Þurfa að gefa út neyðarvegabréf vegna bruna í verksmiðju í Kanada Þjóðskrá Íslands mun á næstu vikum þurfa að gefa út svokölluð neyðarvegabréf fyrir umsækjendur nýrra vegabréfa sem hyggjast ferðast í Evrópu. 12. maí 2017 09:01