Bónus gefur milljón í söfnun Hróksins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. maí 2017 12:55 Hrafn Jökulsson er forseti Hróksins. Vísir/Ernir Bónus hyggst gefa eina milljón króna í söfnun skákklúbbsins Hróksins sem fer fram um helgina í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Hrafn greinir frá því að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafi sent honum póst og fært honum gleðitíðindi.Sæll meistari, votta þér og þínum samúð mína við fráfall mömmu þinnar, ég er virkilega stoltur af þér meistari fyrir hvað þú leggur á þig fyrir þá sem minna mega sín og mættu fleiri taka þig sér til fyrirmyndar, Bónus kemur með 1 milljón í þessa söfnun. Gangi þér sem best! Hrafn og Hrókurinn standa fyrir skákmaraþoni um þessa helgi og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Hrafn ætlar sér meðal annars sjálfur að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum en meðal þeirra sem ætla sér að tefla við Hrafn eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Hrafn mun svo tefla við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands, í dag klukkan 13:00. Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn, en dagskrá hófst klukkan 9 í morgun og ætlar Hrafn sér að sitja við til miðnættis, líkt og í gær og er opið hús allan tímann. Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi og vonast er eftir því að sú upphæð verði hærri í ár. Ljóst er að framlag Bónus mun þar eflaust skipta sköpum. Tengdar fréttir Helstu foringjar þjóðarinnar tefla við Hrafn Hrókurinn blæs til skákmaraþons forsetans sem ætlar að tefla 200 skákir um næstu helgi. 11. maí 2017 09:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Bónus hyggst gefa eina milljón króna í söfnun skákklúbbsins Hróksins sem fer fram um helgina í þágu stríðshrjáðra barna í Sýrlandi og Jemen. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Hrafn greinir frá því að Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hafi sent honum póst og fært honum gleðitíðindi.Sæll meistari, votta þér og þínum samúð mína við fráfall mömmu þinnar, ég er virkilega stoltur af þér meistari fyrir hvað þú leggur á þig fyrir þá sem minna mega sín og mættu fleiri taka þig sér til fyrirmyndar, Bónus kemur með 1 milljón í þessa söfnun. Gangi þér sem best! Hrafn og Hrókurinn standa fyrir skákmaraþoni um þessa helgi og er safnað áheitum og framlögum í þágu UNICEF og Fatimusjóðs, sem nú standa fyrir neyðarsöfnun. Hrafn ætlar sér meðal annars sjálfur að tefla 200 skákir á 30 klukkustundum en meðal þeirra sem ætla sér að tefla við Hrafn eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Hrafn mun svo tefla við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands, í dag klukkan 13:00. Skákmaraþonið fer fram í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn, en dagskrá hófst klukkan 9 í morgun og ætlar Hrafn sér að sitja við til miðnættis, líkt og í gær og er opið hús allan tímann. Á síðasta ári söfnuðust um 3 milljónir í skákmaraþoni Hróksins sem runnu óskiptar í neyðarhjálp í Sýrlandi og vonast er eftir því að sú upphæð verði hærri í ár. Ljóst er að framlag Bónus mun þar eflaust skipta sköpum.
Tengdar fréttir Helstu foringjar þjóðarinnar tefla við Hrafn Hrókurinn blæs til skákmaraþons forsetans sem ætlar að tefla 200 skákir um næstu helgi. 11. maí 2017 09:59 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Helstu foringjar þjóðarinnar tefla við Hrafn Hrókurinn blæs til skákmaraþons forsetans sem ætlar að tefla 200 skákir um næstu helgi. 11. maí 2017 09:59