Fóru húsavillt í Garðabæ og rifu þakið af röngu húsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2017 14:44 Diðrik Ísleifsson, sem er smiður, segist ekki hafa lent sjálfur í sambærilegu atviki. vísir/erla björg Verktakar fóru húsavillt í gær þegar þeir hugðust skipta um þak á húsi við Brekkubyggð 51 í Garðabæ. Þeir voru hálfnaðir með verkið þegar upp komst um mistökin. Eigandinn hélt að verið væri að stríða sér þegar honum var tilkynnt um málið.Vissi ekki um hvað maðurinn var að tala „Hann hringdi í mig verktakinn og sagðist vera búinn að rífa járnið af húsinu mínu. Ég varð bara alveg gáttaður á þessu og vissi ekki um hvað maðurinn var að tala,“ segir eigandinn, Diðrik Ísleifsson, en sonardóttir hans, sem býr í húsnæðinu, varð vör við framkvæmdirnar. „Hún varð ekki vör við neitt fyrr en þeir voru hálfnaðir að rífa af þakinu. Þá fór hún út og spurði hvað þeir væru að gera en þetta voru útlendingar sem skildu hana ekki. Verkstjórinn kom svo skömmu síðar og hringdi þá í mig til þess að bera þetta undir mig. Þá kom í ljós að þeir hefðu farið húsavillt.“Hér má sjá járnið sem rifið var af þakinu.vísir/erla björgJárnið ónýtt Járnið sem rifið var af er ónýtt og nú er aðeins pappi á þakinu. Þakið verður lagað en að sögn Diðriks mun það taka nokkurn tíma, enda þarf að panta allt efni og fleira. „Það á eftir að panta allt, smíða og fleira og ekki hægt að byrja á þessu fyrr en í næstu viku. Það þarf að eiga allt í svona lagað áður en það er hægt að byrja.“ Diðrik er sjálfur smiður en aðspurður segist hann aldrei hafa lent í sambærilegu atviki. „Nei það hef ég ekki gert,“ segir hann og hlær, en þrátt fyrir leiðinleg mistök sér hann spaugilegu hliðina á þeim. Vinna er þegar hafin á þaki rétta hússins, sem er skammt frá, eða við Brekkubyggð 67-69.Járnið er ónýtt og aðeins pappi er á þakinu.vísir/erla björg Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Verktakar fóru húsavillt í gær þegar þeir hugðust skipta um þak á húsi við Brekkubyggð 51 í Garðabæ. Þeir voru hálfnaðir með verkið þegar upp komst um mistökin. Eigandinn hélt að verið væri að stríða sér þegar honum var tilkynnt um málið.Vissi ekki um hvað maðurinn var að tala „Hann hringdi í mig verktakinn og sagðist vera búinn að rífa járnið af húsinu mínu. Ég varð bara alveg gáttaður á þessu og vissi ekki um hvað maðurinn var að tala,“ segir eigandinn, Diðrik Ísleifsson, en sonardóttir hans, sem býr í húsnæðinu, varð vör við framkvæmdirnar. „Hún varð ekki vör við neitt fyrr en þeir voru hálfnaðir að rífa af þakinu. Þá fór hún út og spurði hvað þeir væru að gera en þetta voru útlendingar sem skildu hana ekki. Verkstjórinn kom svo skömmu síðar og hringdi þá í mig til þess að bera þetta undir mig. Þá kom í ljós að þeir hefðu farið húsavillt.“Hér má sjá járnið sem rifið var af þakinu.vísir/erla björgJárnið ónýtt Járnið sem rifið var af er ónýtt og nú er aðeins pappi á þakinu. Þakið verður lagað en að sögn Diðriks mun það taka nokkurn tíma, enda þarf að panta allt efni og fleira. „Það á eftir að panta allt, smíða og fleira og ekki hægt að byrja á þessu fyrr en í næstu viku. Það þarf að eiga allt í svona lagað áður en það er hægt að byrja.“ Diðrik er sjálfur smiður en aðspurður segist hann aldrei hafa lent í sambærilegu atviki. „Nei það hef ég ekki gert,“ segir hann og hlær, en þrátt fyrir leiðinleg mistök sér hann spaugilegu hliðina á þeim. Vinna er þegar hafin á þaki rétta hússins, sem er skammt frá, eða við Brekkubyggð 67-69.Járnið er ónýtt og aðeins pappi er á þakinu.vísir/erla björg
Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira