Páfinn tekur portúgölsk börn í dýrlingatölu Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2017 17:58 Frans páfi brosir til mannfjöldans úr páfabílnum eftir að hann tók tvö hirðingjabörn í dýrlingatölu í bænum Fatima í Portúgal í dag. Vísir/EPA Frans páfi gerði tvö portúgölsk börn, systkinin Fransisco og Jacintu Marto, að dýrlingum í dag. Gríðarlegur mannfjöldi fylgdist með athöfninni sem fram fór í bænum Fatima, rétt norðan við Lissabon, höfuðborg Portúgals. BBC greinir frá. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Í fréttatilkynningu frá Vatíkaninu kom fram að um fimmhundruð þúsund manns hafi verið viðstaddir athöfnina í dag. Þá var athöfnin fjölsótt af pílagrímum sem komu langt að, til að mynda frá Kína, Venesúela og Austur-Tímor. Frans páfi kom til Fatimu í gær. Hann ferðaðist þangað með þyrlu og keyrði svo um bæinn í „páfabílnum“ fræga. Hann flutti einnig erindi við bænavöku í kapellu, sem reist var á staðnum þar sem María Mey er sögð hafa birst börnunum. Jacinta og Fransisco, börnin sem tekin voru í dýrlingatölu í dag, létust í inflúensufaraldi sem geisaði í Evrópu á árunum 1918 -1919. Frænka þeirra, Lucia dos Santos, hafði hin svokölluðu „leyndarmál Fatimu“ eftir frændsystkinum sínum sem kaþólska kirkjan hefur haft í hávegum síðan. Lucia verður tekin í dýrlingatölu von bráðar. Öryggisgæsla í landinu var hert töluvert vegna heimsóknar páfans. Hann fetar í fótspor fyrirrennara sinna, Benedikts og Jóhannesar Páls, sem einnig heimsóttu bæinn í starfstíð sinni. Tímor-Leste Páfagarður Portúgal Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Frans páfi gerði tvö portúgölsk börn, systkinin Fransisco og Jacintu Marto, að dýrlingum í dag. Gríðarlegur mannfjöldi fylgdist með athöfninni sem fram fór í bænum Fatima, rétt norðan við Lissabon, höfuðborg Portúgals. BBC greinir frá. Hundrað ár eru nú síðan María mey er sögð hafa birst börnunum er þau gættu fjár í nágrenni bæjarins. Í fréttatilkynningu frá Vatíkaninu kom fram að um fimmhundruð þúsund manns hafi verið viðstaddir athöfnina í dag. Þá var athöfnin fjölsótt af pílagrímum sem komu langt að, til að mynda frá Kína, Venesúela og Austur-Tímor. Frans páfi kom til Fatimu í gær. Hann ferðaðist þangað með þyrlu og keyrði svo um bæinn í „páfabílnum“ fræga. Hann flutti einnig erindi við bænavöku í kapellu, sem reist var á staðnum þar sem María Mey er sögð hafa birst börnunum. Jacinta og Fransisco, börnin sem tekin voru í dýrlingatölu í dag, létust í inflúensufaraldi sem geisaði í Evrópu á árunum 1918 -1919. Frænka þeirra, Lucia dos Santos, hafði hin svokölluðu „leyndarmál Fatimu“ eftir frændsystkinum sínum sem kaþólska kirkjan hefur haft í hávegum síðan. Lucia verður tekin í dýrlingatölu von bráðar. Öryggisgæsla í landinu var hert töluvert vegna heimsóknar páfans. Hann fetar í fótspor fyrirrennara sinna, Benedikts og Jóhannesar Páls, sem einnig heimsóttu bæinn í starfstíð sinni.
Tímor-Leste Páfagarður Portúgal Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira