Eurovision-múnarinn stendur frammi fyrir fangelsisvist Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2017 19:12 Múnarinn er ekki ástralskur, eins og margir héldu sökum fánans, heldur úkraínskur hrekkjalómur að nafni Vitalii Sediuk. Vísir/Skjáskot Maðurinn sem stökk upp á svið í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gær, og beraði á sér rassinn stendur nú frammi fyrir fangelsisvist. Þetta kemur fram á vef ESC Today. Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu og við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt. Sediuk er frægur fyrir hrekki sína en hann sérhæfir sig í truflunum á borð við þá sem átti sér stað á Eurovision-sviðinu í gær. Á alþjóðavísu hefur Sediuk helst unnið sér það til frægðar að veitast að ofurfyrirsætunni Gigi Hadid í Mílanó á Ítalíu fyrr á þessu ári og þá ógnaði hann einnig öryggi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París í Frakklandi árið 2014. Þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem truflun verður á atriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Árið 2010 stökk hrekkjalómurinn Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði spænska Eurovision-keppandans Daniel Diges.Hér má sjá Eurovision-truflun Jimmy Jump frá árinu 2010 en keppnin var þá haldin í Osló í Noregi:Og hér má sjá Vitalii Sediuk trufla atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í gærkvöldi:This just happened on #Eurovisionpic.twitter.com/liniTBzCBG— Chris (@ChrisPalacefc) May 13, 2017 Eurovision Tengdar fréttir Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Maðurinn sem stökk upp á svið í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram í gær, og beraði á sér rassinn stendur nú frammi fyrir fangelsisvist. Þetta kemur fram á vef ESC Today. Maðurinn, Vitalii Sediuk, er annálaður úkraínskur hrekkjalómur. Hann er nú í haldi lögreglu og við honum blasir allt að fimm ára fangelsisvist og há fjársekt. Sediuk er frægur fyrir hrekki sína en hann sérhæfir sig í truflunum á borð við þá sem átti sér stað á Eurovision-sviðinu í gær. Á alþjóðavísu hefur Sediuk helst unnið sér það til frægðar að veitast að ofurfyrirsætunni Gigi Hadid í Mílanó á Ítalíu fyrr á þessu ári og þá ógnaði hann einnig öryggi raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian í París í Frakklandi árið 2014. Þá er þetta heldur ekki í fyrsta skipti sem truflun verður á atriði í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Árið 2010 stökk hrekkjalómurinn Jimmy Jump upp á svið og truflaði atriði spænska Eurovision-keppandans Daniel Diges.Hér má sjá Eurovision-truflun Jimmy Jump frá árinu 2010 en keppnin var þá haldin í Osló í Noregi:Og hér má sjá Vitalii Sediuk trufla atriði úkraínsku söngkonunnar Jamala í gærkvöldi:This just happened on #Eurovisionpic.twitter.com/liniTBzCBG— Chris (@ChrisPalacefc) May 13, 2017
Eurovision Tengdar fréttir Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði Maður umvafinn ástralska fánanum stökk upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann girti þá niður um sig og sýndi Evrópu berar rasskinnar sínar. 13. maí 2017 21:50