Lífið

Ísland fékk flest stig frá vinaþjóðum sínum í Eurovison

Birgir Olgeirsson skrifar
Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár.
Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár. Vísir/EPA
Íslenska dómnefndin og íslenskir áhorfendur voru hjartanlega sammála um hvaða lag átti að vinna Eurovision í ár. Það var framlag Portúgal sem fékk bæði 12 stig frá íslensku dómnefndinni og Íslendingum heima í stofu og var yfirburða sigurvegari í keppninni.

Neðst í greininni má sjá súlurit yfir stigagjöfina.

Þegar kom að því að gefa tíu stig í úrslitunum voru Íslendingar og íslenska dómnefndin hins vegar hjartanlega ósammála. Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 10 stig á meðan Íslendingar heima í stofu gáfu Belgíu 10 stig.

Almenningur og dómnefnd voru sammála um sænska framlagið og gáfu því 8 stig.

Þegar kom að 7 stigunum í úrslitunum gáfu áhorfendur á Íslandi Ítalíu 7 stig á meðan dómnefndin gaf Bretlandi sjö stig í úrslitum.

Almenningur á Íslandi gaf Moldavíu sex stig en Búlgaría fékk sex stig frá dómnefndinni.

Rúmenía fékk 5 stig frá íslenskum áhorfendum en 5 stigin frá íslensku dómnefndinni féll í skaut Ítalíu.

Áhorfendur á Íslandi gáfu Búlgaríu 4 stig en íslenska dómnefndin gaf Ungverjalandi 4 stig.

Pólland fékk 3 stig frá áhorfendum á Íslandi en Danmörk fékk 3 stig frá íslensku dómnefndinni.

Noregur fékk síðan 1 stig frá bæði dómnefnd og áhorfendum á Íslandi.

Salvador Sobral fagnar sigri í Eurovision ásamt systur sinni Amar Pelos DoisVísir/EPA
Stigin frá Íslandi í fyrri undanriðlinum

Í undanriðlinum sem Svala Björgvinsdóttir tók þátt í síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Portúgalinn aftur flest stig frá bæði íslensku dómnefndinni og áhorfendum heima í stofu, eða tólf.

  • Áhorfendur voru hrifnari af sænska atriðinu en dómnefndin. Svíinn fékk 10 stig frá íslenskum áhorfendum en Ástralía fékk 10 stig frá íslensku dómnefndinni.
  • Moldavía fékk 8 stig frá áhorfendum á Íslandi en Svíinn fékk 8 stig frá íslensku dómnefndinni.
  • Belgía fékk 7 stig frá íslenskum áhorfendum en stigin 7 frá íslensku dómnefndinni fóru til Georgíu.
  • Almenningur á Íslandi gaf Ástralíu 6 stig en Aserbaídsjan fékk 6 stig frá íslensku dómnefndinni.
  • Pólland fékk 5 stig frá almenningi á Íslandi en Tékkland fékk 5 stig frá íslensku dómnefndinni.
  • Kýpur fékk 4 stig frá íslensku dómnefndinni og einnig frá áhorfendum.
  • Finnland fékk 3 stig frá dómnefndinni og áhorfendum.
  • Svartfjallaland fékk 2 stig frá áhorfendum á Íslandi en Belgía fékk 2 stig frá íslensku dómnefndinni.
  • Lettland fékk 1 stig frá almenningi á Íslandi en Grikkland fékk 1 stig frá dómnefndinni.
Flest stigin til Svölu frá Lettlandi

Eins og áður hefur komið fram komst Svala ekki upp úr fyrri undanriðlinum.

Hún fékk í heildina 60 stig, 31 frá áhorfendum en 29 frá dómnefndum.

Flest stigin komu frá Lettlandi, eða 12 talsins, og svo frá Finnlandi, 10 stig.

Símaatkvæði til Svölu:

  • 1 stig Pólland
  • 1 stig Georgía
  • 2 stig Bretland
  • 4 stig Lettland
  • 4 stig frá Albaníu
  • 5 stig frá Finnlandi
  • 7 stig frá Svíþjóð
  • 7 stig frá Spáni
Stig frá dómnefndum:

  • 1 stig frá Spáni
  • 2 stig frá Ástralíu
  • 2 stig frá Aserbaídsjan
  • 2 stig frá Belgíu
  • 2 stig frá Moldavíu
  • 2 stig frá Svíþjóð
  • 2 stig frá Georgíu
  • 3 stig Armenía
  • 5 stig frá Finnlandi
  • 8 stig frá Lettlandi
Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Íslandi hafi fengið lang flest af sínum stigum frá Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, en samkvæmt úttekt breska fjölmiðilsins The Telegraph eru Íslendingar í einu af þremur stærstu kosningabandalögum Eurovision.

Ísland er í kosningabandalagi sem er kennt við Skandinavíu, en þar eru talin upp löndin Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og eystrasaltsríkin Litháen og Lettlandi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×