Ísland fékk flest stig frá vinaþjóðum sínum í Eurovison Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 12:45 Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár. Vísir/EPA Íslenska dómnefndin og íslenskir áhorfendur voru hjartanlega sammála um hvaða lag átti að vinna Eurovision í ár. Það var framlag Portúgal sem fékk bæði 12 stig frá íslensku dómnefndinni og Íslendingum heima í stofu og var yfirburða sigurvegari í keppninni.Neðst í greininni má sjá súlurit yfir stigagjöfina. Þegar kom að því að gefa tíu stig í úrslitunum voru Íslendingar og íslenska dómnefndin hins vegar hjartanlega ósammála. Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 10 stig á meðan Íslendingar heima í stofu gáfu Belgíu 10 stig. Almenningur og dómnefnd voru sammála um sænska framlagið og gáfu því 8 stig. Þegar kom að 7 stigunum í úrslitunum gáfu áhorfendur á Íslandi Ítalíu 7 stig á meðan dómnefndin gaf Bretlandi sjö stig í úrslitum. Almenningur á Íslandi gaf Moldavíu sex stig en Búlgaría fékk sex stig frá dómnefndinni. Rúmenía fékk 5 stig frá íslenskum áhorfendum en 5 stigin frá íslensku dómnefndinni féll í skaut Ítalíu. Áhorfendur á Íslandi gáfu Búlgaríu 4 stig en íslenska dómnefndin gaf Ungverjalandi 4 stig. Pólland fékk 3 stig frá áhorfendum á Íslandi en Danmörk fékk 3 stig frá íslensku dómnefndinni. Noregur fékk síðan 1 stig frá bæði dómnefnd og áhorfendum á Íslandi.Salvador Sobral fagnar sigri í Eurovision ásamt systur sinni Amar Pelos DoisVísir/EPAStigin frá Íslandi í fyrri undanriðlinumÍ undanriðlinum sem Svala Björgvinsdóttir tók þátt í síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Portúgalinn aftur flest stig frá bæði íslensku dómnefndinni og áhorfendum heima í stofu, eða tólf.Áhorfendur voru hrifnari af sænska atriðinu en dómnefndin. Svíinn fékk 10 stig frá íslenskum áhorfendum en Ástralía fékk 10 stig frá íslensku dómnefndinni.Moldavía fékk 8 stig frá áhorfendum á Íslandi en Svíinn fékk 8 stig frá íslensku dómnefndinni.Belgía fékk 7 stig frá íslenskum áhorfendum en stigin 7 frá íslensku dómnefndinni fóru til Georgíu.Almenningur á Íslandi gaf Ástralíu 6 stig en Aserbaídsjan fékk 6 stig frá íslensku dómnefndinni.Pólland fékk 5 stig frá almenningi á Íslandi en Tékkland fékk 5 stig frá íslensku dómnefndinni.Kýpur fékk 4 stig frá íslensku dómnefndinni og einnig frá áhorfendum.Finnland fékk 3 stig frá dómnefndinni og áhorfendum.Svartfjallaland fékk 2 stig frá áhorfendum á Íslandi en Belgía fékk 2 stig frá íslensku dómnefndinni.Lettland fékk 1 stig frá almenningi á Íslandi en Grikkland fékk 1 stig frá dómnefndinni.Flest stigin til Svölu frá Lettlandi Eins og áður hefur komið fram komst Svala ekki upp úr fyrri undanriðlinum. Hún fékk í heildina 60 stig, 31 frá áhorfendum en 29 frá dómnefndum. Flest stigin komu frá Lettlandi, eða 12 talsins, og svo frá Finnlandi, 10 stig. Símaatkvæði til Svölu:1 stig Pólland1 stig Georgía2 stig Bretland4 stig Lettland4 stig frá Albaníu5 stig frá Finnlandi7 stig frá Svíþjóð7 stig frá Spáni Stig frá dómnefndum:1 stig frá Spáni2 stig frá Ástralíu2 stig frá Aserbaídsjan2 stig frá Belgíu2 stig frá Moldavíu2 stig frá Svíþjóð2 stig frá Georgíu3 stig Armenía5 stig frá Finnlandi8 stig frá Lettlandi Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Íslandi hafi fengið lang flest af sínum stigum frá Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, en samkvæmt úttekt breska fjölmiðilsins The Telegraph eru Íslendingar í einu af þremur stærstu kosningabandalögum Eurovision. Ísland er í kosningabandalagi sem er kennt við Skandinavíu, en þar eru talin upp löndin Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og eystrasaltsríkin Litháen og Lettlandi. Eurovision Tengdar fréttir Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Íslenska dómnefndin og íslenskir áhorfendur voru hjartanlega sammála um hvaða lag átti að vinna Eurovision í ár. Það var framlag Portúgal sem fékk bæði 12 stig frá íslensku dómnefndinni og Íslendingum heima í stofu og var yfirburða sigurvegari í keppninni.Neðst í greininni má sjá súlurit yfir stigagjöfina. Þegar kom að því að gefa tíu stig í úrslitunum voru Íslendingar og íslenska dómnefndin hins vegar hjartanlega ósammála. Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 10 stig á meðan Íslendingar heima í stofu gáfu Belgíu 10 stig. Almenningur og dómnefnd voru sammála um sænska framlagið og gáfu því 8 stig. Þegar kom að 7 stigunum í úrslitunum gáfu áhorfendur á Íslandi Ítalíu 7 stig á meðan dómnefndin gaf Bretlandi sjö stig í úrslitum. Almenningur á Íslandi gaf Moldavíu sex stig en Búlgaría fékk sex stig frá dómnefndinni. Rúmenía fékk 5 stig frá íslenskum áhorfendum en 5 stigin frá íslensku dómnefndinni féll í skaut Ítalíu. Áhorfendur á Íslandi gáfu Búlgaríu 4 stig en íslenska dómnefndin gaf Ungverjalandi 4 stig. Pólland fékk 3 stig frá áhorfendum á Íslandi en Danmörk fékk 3 stig frá íslensku dómnefndinni. Noregur fékk síðan 1 stig frá bæði dómnefnd og áhorfendum á Íslandi.Salvador Sobral fagnar sigri í Eurovision ásamt systur sinni Amar Pelos DoisVísir/EPAStigin frá Íslandi í fyrri undanriðlinumÍ undanriðlinum sem Svala Björgvinsdóttir tók þátt í síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Portúgalinn aftur flest stig frá bæði íslensku dómnefndinni og áhorfendum heima í stofu, eða tólf.Áhorfendur voru hrifnari af sænska atriðinu en dómnefndin. Svíinn fékk 10 stig frá íslenskum áhorfendum en Ástralía fékk 10 stig frá íslensku dómnefndinni.Moldavía fékk 8 stig frá áhorfendum á Íslandi en Svíinn fékk 8 stig frá íslensku dómnefndinni.Belgía fékk 7 stig frá íslenskum áhorfendum en stigin 7 frá íslensku dómnefndinni fóru til Georgíu.Almenningur á Íslandi gaf Ástralíu 6 stig en Aserbaídsjan fékk 6 stig frá íslensku dómnefndinni.Pólland fékk 5 stig frá almenningi á Íslandi en Tékkland fékk 5 stig frá íslensku dómnefndinni.Kýpur fékk 4 stig frá íslensku dómnefndinni og einnig frá áhorfendum.Finnland fékk 3 stig frá dómnefndinni og áhorfendum.Svartfjallaland fékk 2 stig frá áhorfendum á Íslandi en Belgía fékk 2 stig frá íslensku dómnefndinni.Lettland fékk 1 stig frá almenningi á Íslandi en Grikkland fékk 1 stig frá dómnefndinni.Flest stigin til Svölu frá Lettlandi Eins og áður hefur komið fram komst Svala ekki upp úr fyrri undanriðlinum. Hún fékk í heildina 60 stig, 31 frá áhorfendum en 29 frá dómnefndum. Flest stigin komu frá Lettlandi, eða 12 talsins, og svo frá Finnlandi, 10 stig. Símaatkvæði til Svölu:1 stig Pólland1 stig Georgía2 stig Bretland4 stig Lettland4 stig frá Albaníu5 stig frá Finnlandi7 stig frá Svíþjóð7 stig frá Spáni Stig frá dómnefndum:1 stig frá Spáni2 stig frá Ástralíu2 stig frá Aserbaídsjan2 stig frá Belgíu2 stig frá Moldavíu2 stig frá Svíþjóð2 stig frá Georgíu3 stig Armenía5 stig frá Finnlandi8 stig frá Lettlandi Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Íslandi hafi fengið lang flest af sínum stigum frá Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, en samkvæmt úttekt breska fjölmiðilsins The Telegraph eru Íslendingar í einu af þremur stærstu kosningabandalögum Eurovision. Ísland er í kosningabandalagi sem er kennt við Skandinavíu, en þar eru talin upp löndin Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og eystrasaltsríkin Litháen og Lettlandi.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00