Dansandi górillan er vinur Stellu Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 16. maí 2017 08:00 Danshöfundurinn Stella Rósenkranz fylgdi Svölu út til Kænugarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT BÓAS Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Í teyminu sem fylgdi Svölu til Úkraínu var danshöfundurinn Stella Rósenkranz. Henni fannst fá dansatriði standa upp úr í Kænugarði, fyrir utan það sænska og auðvitað ítölsku górilluna, vin hennar. Mér fannst ekkert dansatriði skara fram úr í ár en ég hafði gaman af sænsku kóreógrafíunni á hlaupabrettunum. Kannski aðallega af því að ég fíla lagið alveg massa vel en líka bara af því að ég er svo ánægð með að einhverjir eru að koma með Ok!Go stemninguna til baka,“ segir Stella, danshöfundur og deildarstjóri Dansstúdíós World Class, sem hefur starfað með Svölu Björgvinsdóttur í gegnum allt Eurovision-ferlið. Stella segir gaman að sjá þegar fólk lærir dansana sem hún semur.„Það er rosalega gaman að vinna svona lengi að atriði og sjá það svo á svona massívu sviði. Það er líka æðislegt að sjá að viðbrögðin eru jákvæð, fólk að fíla hreyfingarnar, læra þær og herma og svona. Svo eru auðvitað einhverjir sem fíla þetta ekki, það er alltaf þannig. En ég elska að sjá myndbönd af fólki sem hefur lært hreyfingarnar sem við bjuggum til.“ Henni þykir mjög vænt um lagið Paper og atriðið sjálft. „Það er geggjað að fara í svona risa verkefni með vinum sínum, lag sem Svala og Einar semja og skiptir þau miklu máli. Svo er alltaf gaman þegar við Svala hittumst og prófum okkur áfram á æfingum, rosa mikil samvinna og auðvelt að ná saman. Ég var með gæsahúð allan tímann í undanúrslitunum þegar hún flutti lagið og negldi það. Hún var bara eins og einhver ninja þarna uppi, ég fæ gæsahúð aftur núna bara við tilhugsunina.“ Hissa að hitta vin sin í EurovisionVinur Stellu vakti athygli sem dansandi górilla í atriði hins ítalska Francesco Gabbani.NORDICPHOTOS/GETTYStella segist ekki hafa kynnst neinum öðrum danshöfundum úti í Kænugarði. „En ég kynntist einum af sænsku dönsurunum. Svo var pínu gaman að því að ítalskur félagi minn var dansandi górillan í atriði Ítala. Við hittumst óvart á opnunarhátíðinni og vorum bæði mega hissa að hittast þarna, ég hafði ekki hugmynd um að hann væri að taka þátt í Eurovision. Við vorum alltaf á sömu dansnámskeiðunum í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þannig að þetta var skemmtileg. Hvað framhaldið varðar þá var ýmislegt rætt, skipst á símanúmerum og svona en ekkert neglt ennþá.“ Stella er að fara að vinna í nokkrum verkefnum á næstunni. „Það eru nokkur tónlistarmyndbönd uppi á borðinu sem ég get ekki rætt strax. En svo er ég að fara að undirbúa tónleikana hans Palla í Laugardalshöll í haust. 16 dansarar og yfir 20 lög, svo það er mikið að gera hjá mér í því.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira