Sjúkraflutningamenn að bugast undan álagi og fást ekki lengur til starfa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 19:34 Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vísir/Magnús Hlynur Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Erfiðlega gengur að manna vaktir sjúkraflutningamanna á Hvolsvelli og þá gengur illa að fá nýja menn til starfa vegna kaupa þeirra og kjara. Uppsögnum fer sífellt fjölgandi og brugðist hefur verið við með því að fá sjúkraflutningamenn á Selfossi til þess að taka aukavaktir á Hvolsvelli. Það gæti hins vegar kostað ríkið umtalsvert fjármagn.Hlutastarfsmenn að bugast undan álagi Þetta segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hann segir hlutastarfsmenn ekki lengur geta sinnt öðrum störfum sökum álags og því séu þeir farnir að segja upp. Manna þurfi vaktirnar betur og að stjórnvöldum hafi ítrekað verið bent á þetta vandamál. „Við vorum með yfir 430 útköll á síðasta ári. Hlutastarfandi sjúkraflutningamenn eru þar af leiðandi á bakvakt 24 tíma sólarhringsins sem þýðir það að þeir eru ekki vinsælir starfskraftar á sínum vinnustað og segja því upp aukastarfinu sem eru sjúkraflutningar,“ segir Styrmir. Því verði að breyta vaktakerfi sjúkraflutningamanna. „Við höfum verið að bregðast við því að fá utanaðkomandi fólk til þess að leysa þessar vaktir. Við höfum kynnt þetta fyrir stjórnvöldum en engin svör fengið en við verðum að bregðast við,“ segir hann. Þessi leið sé þó án heimildar.Nýtt fólk fengið inn án heimildar „Við höfum verið að ráða inn fleira fólk í atvinnuliðið hér á Selfossi og erum að leysa sjúkraflutningana í Rangárþingi þannig, svo það verður fullmannaður sjúkrabíll á Hvolsvelli í sumar með 24 tíma mönnun, en við höfum í raun ekki heimild til þess nema að fengnu samþykki frá ráðuneytinu.“ Styrmir segir þessa leið geta kostað ríkið um 65 milljónir aukalega. Landssamband sjúkraflutningamanna hafi komið með tillögur til sparnaðar og um bætt form ráðninga og kjara, en enn sem komið er ekki haft erindi sem erfiði. Hann segir stöðuna grafalvarlega og að það hafi komið bersýnilega í ljós þegar auglýst hafi verið eftir nýju fólki á dögunum. Viðtökurnar hafi vægast sagt verið dræmar. Staða sjúkraflutningamanna er slæm víðar á landinu, og má þar meðal annars nefna á Blönduósi þar sem bróðurpartur starfsmanna hefur sagt upp störfum.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00