Úlfur: Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa Smári Jökull Jónsson skrifar 16. maí 2017 21:48 Úlfur Blandon, þjálfari Valskvenna. vísir/eyþór „Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Ég var alveg klár í viðtöl og beið eftir því að vera tekinn í viðtal. Stundum er það þannig eins og í leikjunum á undan að þá fóru leikmenn í viðtöl. Ég gerði ráð fyrir því þeir væru að fara að taka leikmenn í viðtöl og þetta var ekki viljaverk af minni hálfu. Ég er alltaf klár í viðtöl sama hvort ég vinn eða tapa,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari Vals í viðtali við Vísi þegar hann var spurður út í gagnrýnina sem hann fékk eftir að hafa ekki mætt í viðtöl eftir tapið gegn Breiðablik á dögunum. Valskonur töpuðu þriðja leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar þær biðu lægri hlut gegn Stjörnunni á heimavelli. Lokatölur urðu 3-1 og Valsliðið, sem spáð var Íslandsmeistaratitli fyrir tímabilið, er nú 9 stigum á eftir Þór/KA sem situr í toppsæti deildarinnar. „Fyrst og fremst er ég svekktur að tapa, það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum. Mér fannst við vera að reyna allan leikinn að reyna að koma okkur inn í leikinn og jöfnum í 1-1. Síðan töpum við stöðunni einn á móti einum inni í markteig og þær skora gott mark og svo fáum við annað mark í andlitið. Þetta er þungt,“ bætti Úlfur við en Stjarnan komst yfir strax á 4.mínútu leiksins í kvöld. "Þær skoruðu þrjú mörk og við skoruðum eitt. Ég hefði viljað skora fleiri mörk. Mér fannst við allavega vera að reyna allan leikinn og ég ætla ekkert að taka neitt af leikmönnunum fyrir það.“ Valsliðið varð fyrir mörgum áföllum fyrir mót og missti meðal annars þrjá leikmenn í meiðsli eftir krossbandaslit. Málfríður Erna Sigurðardóttir var færð úr vörninni og upp á miðjuna í leiknum í dag en með því vildi Úlfur fá miðjuspilið í gang. „Við erum búin að vera í veseni inni á miðjunni. Málfríður er góður skallamaður og við höfum verið að tapa skallaeinvígjum inni á miðjunni. Við þurftum að þétta raðirnar og reyna að spila okkur í gegnum þennan leik en það tókst ekki í dag.“ Valur hefur mætt þremur af þeim liðum sem gert var ráð fyrir að myndu berjast með þeim á toppnum og beðið lægri hlut gegn þeim öllum, fyrst gegn Þór/KA, siðan Breiðablik og nú Stjörnunni. „Prógrammið sem við fengum í byrjun móts er búið að vera gríðarlega erfitt. Við eigum eftir að spila við öll þessi lið aftur síðar í mótinu og við þurfum að ná vopnum okkar. Ég hef sagt þá áður að við erum að spila á útlendingum sem komu rétt fyrir mót og á ungum leikmönnum sem komu líka rétt fyrir mót. Við erum enn að púsla saman okkar liði,“ sagði Úlfur Blandon þjálfari kvennaliðs Vals að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15 Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37 Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Körfubolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Máni tekur Úlf og Valskonur í gegn: „Öll stjórn á Valsliðinu var þeim ekki til sóma“ Máni Pétursson, sérfræðingur Pepsi-marka kvenna, hefur engan húmor fyrir því að hvorki þjálfarinn né reyndustu leikmenn liðsins svöruðu fyrir skellinn í Kópavogi. 12. maí 2017 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 1-3 | Sanngjarn sigur Stjörnunnar á Val | Sjáðu mörkin Stjarnan vann góðan 3-1 sigur á Val í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Tapið er það þriðja á tímabilinu hjá Val sem nú eru níu stigum á eftir toppliði Þór/KA. 16. maí 2017 22:15
Tapaði 3-0 og mætti ekki í viðtöl eftir leik Úlfur Blandon, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta, mætti ekki í viðtöl eftir 3-0 tap liðsins fyrir Breiðabliki í gærkvöldi. 11. maí 2017 10:37