Innlent

Fjársvikin í Ölgerðinni námu níu milljónum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Annar hinna ákærðu var framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar.
Annar hinna ákærðu var framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar. vísir/anton brink
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært mennina tvo, sem grunaðir eru um að hafa svikið fé úr Ölgerðinni fyrir tveimur árum síðan, fyrir fjársvik og skjalafals. Talið er að mennirnir hafi haft níu milljónir upp úr krafsinu.

Annar mannanna var á þeim tíma sem meint brot voru framin framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni en hinn starfaði á auglýsingastofunni Vert. Á sá síðarnefndi að hafa gefið út tilhæfulausa reikninga til Ölgerðarinnar sem framkvæmdastjórinn samþykkti til greiðslu.

Ávinningnum, um níu milljónum króna, skiptu mennirnir þannig að helmingur rann til auglýsingastofunnar en helmingur til framkvæmdastjórans og fjölskyldu hans.

Hin meintu brot hófust í lok janúar 2014 en grunur vaknaði um þau réttu ári síðar. Þá kærði Ölgerðin mennina til lögreglu. Færslurnar voru alls 22 og voru upphæðir þeirra á bilinu frá 180 þúsund krónum upp í tæpar 680 þúsund krónur.

Af hálfu ákæruvaldsins er þess krafist að mennirnir tveir verði dæmdir til refsingar og endurgreiðslu hins illa fengna fjár. Frá milljónunum níu dragast 3,6 milljónir sem framkvæmdastjórinn fyrrverandi hefur endurgreitt nú þegar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×