Leigubílstjórar vara við skuggahliðum skutlara Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. maí 2017 22:31 Skutlara-síðan á Facebook telur hátt í 35 þúsund manns, en þar er boðið upp á far gegn gjaldi. vísir/stefán Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum. Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Ólöglegur leigubílaakstur færist sífellt í aukana og er ástæðan fyrst og fremst Facebook-síðan Skutlarar sem telur hátt í 35 þúsund manns, segja leigubílstjórar. Margar skuggahliðar fylgi þeirri starfsemi og að grípa þurfi til aðgerða áður en illa fer. Leigubílstjórar standa fyrir málþingi á morgun þar sem fjallað verður um ólöglegan akstur hér á landi. Ástgeir Þorsteinsson er á meðal þeirra sem munu halda erindi á ráðstefnunni, en hann segist afar áhyggjufullur yfir þróun mála. Lögregla sýni þessu málefni lítinn sem engan áhuga og því sé umræðna þörf. „Við höfum verið að berjast við lögregluna um að gera eitthvað í þessum málum en það gengur ekkert. Mér finnst þeir bara ekki hafa neinn áhuga á því,“ segir Ástgeir.Fíkniefnasala fylgifiskur Hann segir fjölmargar hættur geta fylgt ólöglegum leiguakstri. „Það getur allt gerst og það eru dæmi um slys og hvað eina. Fólk hefur verið rænt, það eru dæmi um að menn séu undir áhrifum og velti bílnum og farþegar slasist og það er bara svo margt í þessu.“ Þá séu skutlararnir oftar en ekki próflausir eða undir áhrifum. Fíkniefna- og áfengissala sé jafnframt algeng í bílunum. „Þarna eru oft á ferðinni dæmdir afbrotamenn, próflausir einstaklingar og jafnvel fólk undir áhrifum. Við vitum ekkert um þetta enda er ekkert eftirlit. Þá er verið að bjóða upp á áfengi, það er verið að bjóða upp á fíkniefni. Það vita þetta allir sem vilja vita.“ Aðspurður um hvers vegna fólk leiti í auknum mæli í ólöglegan akstur segir Ástgeir: „Ég held að fólk haldi oft að þetta sé svo miklu ódýrara. En það er ekki svo. Það heldur oft að þegar það er hægt að gera þetta öðruvísi en löglegt þá eigi það alltaf að vera ódýrara. Ég held að fólk skoði þetta ekki almennt.“Viljum ekki vita af börnunum í hættulegum aðstæðum Ástgeir tekur jafnframt fram að aukinn ólöglegur akstur hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsemi leigubíla. Ástæða málþingsins sé fyrst og fremst að vekja athygli á þessum málum. „Þetta vissulega tekur frá okkur einhverja vinnu, það gefur auga leið, en það er ekki aðalmálið. Við viljum í fyrsta lagi að þetta sé stöðvað því við eigum flest börn og jafnvel barnabörn og við viljum ekki vita af þeim í svona aðstæðum,“ segir Ástgeir. Málþingið verður haldið á Grand hótel klukkan 14 á morgun og er opið öllum.
Tengdar fréttir Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20 Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Ásmundur segir leigubílstjóra þarfasta þjóninn og vill loka Skutlarahópnum "Er ekki nóg að við ætlum fylla hér allar verslanir af brennivíni heldur er boðið upp á heimsendingarþjónustu allar helgar heim til fólks.“ 10. mars 2016 11:20
Langþreyttir á skutlurum: „Menn með litla Heiðrúnu í skottinu“ Leigubílstjórar eru leiðir á að ekkert sé gert í málefnum sem tengjast ólöglegum Facebook-hópum þar sem boðið er upp á skutl. 29. mars 2016 10:11